Erfðabreytt matvæli og afneitun áhættunnar 13. desember 2011 06:00 Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Í grein sinni í Fbl. 1. des. sl. heldur Jón Hallsson áfram umræðu okkar um erfðabreytt matvæli og reynir að kasta rýrð á rannsókn franska vísindamannsins G.E. Seralini o.fl. frá 2009 sem ég vísaði til í grein 23. nóv. Niðurstaða Seralini var að gögn sem líftæknirisinn Monsanto afhenti ESB í því skyni að afla ræktunarleyfis á erfðabreyttum Bt-maís væru ótraust. Engan þarf að undra þótt Monsanto og EFSA (Matvælaöryggisstofnun Evrópu sem annast áhættumat fyrir framkvæmdanefnd ESB) hafi hafnað niðurstöðum Seralini. EFSA er nefnilega ekki eins „óháð“ og Jón heldur fram. Stofnunin hefur sætt vaxandi gagnrýni fyrir gallaðar aðferðir og skort á sjálfstæði. Samkvæmt athugun Corporate Europe Observatory, sem notar viðmið OECD, höfðu meir en helmingur (12 af 21) fulltrúa í sérfræðiráði EFSA um erfðabreyttar lífverur hagsmunatengsl við líftækniiðnaðinn þegar ráðið tók hina umdeildu ákvörðun 2009 um að mæla með ræktun á erfðabreyttum kartöflum. Ungverjaland hefur nú stefnt ESB fyrir Evrópudómstólinn fyrir að leyfa ræktun erfðabreyttra kartaflna á grundvelli gallaðs áhættumats. Austurríki, Lúxembúrg, Pólland og Frakkland gerðust aðilar að kærunni. Jón kvartar undan því að Greenpeace hafi fjármagnað rannsóknir Seralini o.fl. sem ég vísaði til. Hér fatast Jóni því hann ruglar saman tveimur aðgreindum rannsóknarverkefnum. Sænska landbúnaðarstofnunin ásamt Greenpeace o.fl. fóru í mál fyrir þýskum rétti til að knýja Monsanto til þess að opinbera gögn sem fyrirtækið beitti til að fá ræktunarleyfi á Bt-maís í Evrópu. Eftir sigur í því máli bauðst Greenpeace til að styrkja vísindalega úttekt á þessum gögnum. Seralini var falið að stýra henni sakir sjálfstæðis hans, þekkingar og hæfni á sviði sameindalíffræði. Jón lætur ekki þar við sitja og spyr hvort stuðningur Greenpeace við rannsóknina „hafi haft áhrif á niðurstöður Seralini o.fl.“ Gættu þín Jón að herma nú ekki um of eftir hegðun líftækniiðnaðarins sem þú segist ekki vilja láta spyrða þig við. Franski líftækniiðnaðurinn undir forystu Marc Fellous, forseta franska plöntulíftæknisambandsins, hleypti af stokkunum herferð til ófrægingar á Seralini, sem brást við með því að höfða meiðyrðamál á hendur Fellous fyrir frönskum rétti. Seralini vann málið í janúar á þessu ári. Umkvörtun Jóns um endurtekin ósannindi ætti hann fremur að beina til líftækniiðnaðarins í stað þess að beina henni að mér. Ekki er rúm til umfjöllunar um allar staðhæfingar sem iðnaðurinn hamrar á um erfðabreyttar afurðir og reynst hafa ósannar. Ein slík síbylja er að erfðabreyttar plöntur dragi úr eiturefnanotkun. Svonefndar Ht-plöntur eru plöntur sem erfðabreytt var til að þola eiturefni svo unnt sé að eyða samkeppni frá illgresi og öðrum plöntum. Svonefndar Bt-plöntur eru þær sem erfðabreytt var til að framleiða Bt-eitur sem drepur skordýr sem sækja í viðkomandi plöntur. Eftir því sem illgresi myndar ónæmi fyrir illgresiseyði og skordýr verða ónæmari fyrir Bt-eitri þurfa bændur að grípa til meiri og öflugri eiturefna til að ráða niðurlögum ofurillgresis og ofurskordýra. Rannsóknir Dr. C. Benbrook staðfesta, á grundvelli opinberra talnagagna, að ræktun erfðabreyttra plantna hefur haft í för með sér gríðarlegra aukningu á eiturefnanotkun í bandarískum landbúnaði. Þannig er talið að eiturefnanotkun hafi verið 144.000 tonnum meiri á fyrstu 13 árum erfðabreyttrar ræktunar (1996-2008) en verið hefði, ef erfðabreyttar Ht- og Bt-plöntur hefðu ekki verið ræktaðar. Á þeim tíma var árleg aukning á notkun glyphosates (illgresiseiturs) 18% í bómullarrækt, 10% í sojaræktun og 4% í maísræktun. Ræktun erfðabreyttra lífvera hefur aukið eiturefnanotkun sem kann að hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir lýðheilsu. Rannsókn sem gerð var á vegum Sherbrooke háskólasjúkrahússins í Kanada greindi þrjár tegundir eiturefna sem tengjast ræktun erfðabreyttra plantna í blóðsermi kvenna. Glyphosate og gluphosinate sem notuð eru til illgresiseyðingar í ræktun Ht-plantna og Bt-eitur úr Bt-plöntum fundust í blóðsermi óþungaðra kvenna. Þá fannst Bt-eitur í blóðsermi ófrískra kvenna og fóstra þeirra. Þetta varpar skugga á áhættumat EFSA sem jafnan hefur haldið því fram að Bt-eiturprótein brotni niður við meltingu erfðabreyttra matvæla. Kanadíska rannsóknin bendir til þess að próteinið í heild, ekki bara brot af DNA, komist í gegnum meltingarveginn og inn í blóðið. Nú er mikilvægt að EFSA endurskoði aðferðir sínar við áhættumat og að sjálfstæðir vísindamenn verði fengnir til að rannsaka heilsufarsáhrif þess að glyphosate, glufosinate og Bt-eitur berist í blóð neytenda.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar