Innlent

Lakari afkoma ríkissjóðs

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG.
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður VG. Mynd/Anton Brink
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherrra, hefur lagt fram frumvarp um ráðstafanir í ríkisfjármálum í samræmi við yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við undirritun kjarasamninga á almennum vinnumarkaði í byrjun mánaðarins. Því til viðbótar eru lagðar til nokkrar smærri breytingar til aðlögunar á ýmsum öðrum lögum. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs lækki um fimm milljarða.

Í frumvarpi Steingríms eru þrjú atriði sem lúta að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar, en það eru ákvæði um persónuafslátt, Starfsendurhæfingarsjóð og skatta á fyrirtæki.

„Verði frumvarpið óbreytt að lögum er ekki gert ráð fyrir auknum útgjöldum fyrir ríkissjóð vegna breytinga í skattkerfinu þar sem þær breytingar sem lagt er til að verði gerðar á skattlagningu fyrirtækja eru í átt til einföldunar. Afkoma ríkissjóðs mun hins vegar verða lakari um 5 mia. kr. vegna lægri tekna ríkissjóðs frá því sem gert er ráð fyrir í gildandi fjárlögum,“ segir í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins um frumvarpið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×