Enski boltinn

Snoop Doog tók lagið í búningi QPR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lið Heiðars Helgusonar, Queens Park Rangers, er að verða ansi heitt hjá stjörnunum og sá síðasta til að sýna liðinu stuðning er bandaríski rapparinn Snoop Dogg.

Snoop hélt tónleika í London í gær og þar gerði hann sér lítið fyrir og tók lagið í treyju QPR. Tónleikarnir fóru reyndar fram í Arsenal-hverfinu þannig að eflaust hefur Snoop tekist að fara í taugarnar á einhverjum stuðningsmönnum Arsenal.

Nú er spurning hvort hann mæti nokkuð í Man. Utd-treyju er hann treður upp í Liverpool í kvöld.

Hægt er að sjá myndband af Snoop í treyjunni hér að ofan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×