Innlent

Verkalýðsfélög boða aðgerðir gegn Norrænu

Afl-starfsgreinafélag, ASÍ og Sjómannasambandið boða aðgerðir gegn útgerðarfélagi ferjunnar Norrænu, fyrir að greiða íslenskum starfsmönnum á skipinu 30 prósent lægri laun en erlendum starfsmönnum, fyrir sömu störf.

Þetta kemur fram í heilsíðu auglýsingu í dagblöðum í dag undir fyrirsögninni: Látum ekki bjóða okkur þetta. Ekki er nánar greint frá til hvaða aðgerða áðurnefnd samtök ætla að grípa, en í texta auglýsingarinnar segir að slík vinnubrögð muni íslensk verkalýðshreyfing aldrei sætta sig við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×