Öflugir liðsmenn
Í Heimssýnarflokknum er hann ómetanlegur félagi. Honum hefur hann svarið sína trúnaðareiða. Út frá sjónarhóli hans vegur hann og metur mál. Þegar hann situr hjá við fjárlög þá er það vegna andstöðu við þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu af aðildarviðræðum Íslendinga að ESB. Ásmundur Einar kann að hafa verið kosinn á þing sem fulltrúi VG en hann starfar ekki sem slíkur í þingflokki þess flokks, heldur sem fulltrúi Heimssýnarflokksins.
Atlamál
Þó að flokksráðsfundur VG hafi samþykkt í nóvember að leyfa íslensku þjóðinni að kjósa um aðild að loknum viðræðum við ESB þá varðar Ásmund Einar Daðason ekkert um það. Honum kemur ekkert við hvað er ályktað um hjá stofnunum VG. Hann er ekki fulltrúi þess flokks á þingi.
Annar öflugur liðsmaður, Atli Gíslason, dró einmitt til baka ályktun um að slíta aðildarviðræðunum að ESB á þessum flokksráðsfundi þegar í ljós kom að ekki væri hljómgrunnur fyrir henni á fundinum, þrátt fyrir undirskriftasöfnun og liðsafnað. Í stað þess áréttaði flokkurinn þá afstöðu sína að hagsmunum Íslendinga væri betur borgið utan þessa bandalags um leið og Flokksráð ítrekaði „mikilvægi þess að niðurstaða þess umsóknarferlis sem nú stendur yfir verði lögð í dóm þjóðarinnar."
Þessa niðurstöðu Flokksráðs um að klára málið og leyfa svo þjóðinni að taka afstöðu hefur Atli kosið að hafa að engu.
Vandræði VG eru ekki síst komin til af því að útbreiddur stuðningur er meðal kjósenda flokksins við aðild að ESB, enda samræmist slík aðild prýðilega hugsjónum um kynjajafnrétti, umhverfisvernd, lýðréttindi, kjarajöfnuð og önnur slík mál sem þessir kjósendur bera fyrir brjósti, jafnvel frekar en óljósar hugmyndir um „fullveldi" sem ekki er til annars staðar en í heimi frummyndanna og áframhaldandi kverkatak kvótagreifanna á íslensku efnahagslífi.
„Þingmaður VG"
Enn er fjallað um það í fjölmiðlum sem frétt að Lilja Mósesdóttir, „þingmaður VG" sé andvíg tilteknum málum ríkisstjórnarinnar. Ætli hitt teldist þó ekki meiri frétt ef svo vildi einhvern tímann til að hún styddi eitthvert mál ríkisstjórnarinnar? Nú síðast lýsti Lilja yfir andstöðu sinni við svonefnda „sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar" - markmið fyrir árið 2020 - sem Lilja segir vera „kreppudýpkandi" en helsta mótbára Lilja við þessa áætlun virðist þó sú að hún samrýmist skilyrðum sem kennd eru við Maastricht og ber að uppfylla til að taka upp evru og taka þátt í myntbandalagi Evrópu.
Ekki varð sérstaklega vart við þessa ESB-andstöðu Lilju þegar hún settist á þing, enda hefur hún sem fræðimaður fjallað á fremur jákvæðan hátt um hugsanleg áhrif aðildar Íslands að ESB á íslenskan vinnumarkað. Hún studdi það líka þegar samþykkt var á Alþingi að sækja um aðild að ESB. Nú er hins vegar allt í einu engu líkara en að hún sé farin að vega og meta mál frá sjónarhóli Heimssýnarflokksins.
Teitur Atlason, sá ágæti bloggari, birtir lista um nokkur markmið í þessari sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020, sem Lilja hefur lagst gegn. Þetta er í fimmtán liðum og ekki hér ráðrúm til að rekja öll þau framfaramál sem Lilja hefur hrakist út í að andæfa, en má þó nefna að lækka hlutfall atvinnulausra niður fyrir 3%; auka jöfnuð, vellíðan og góða andlega heilsu; að lækka hlutfall fullorðinna Íslendinga sem ekki hafa hlotið framhaldsmenntun úr 30% og niður í 10%; efla nýsköpun, rannsóknir og þróun og hátækniiðnað; að notkun á vistvænu eldsneyti í sjávarútvegi og öðrum samgöngum verði orðin að minnsta kosti 20%, 75% fólksbíla gangi fyrir vistvænu eldsneyti og að Íslendingar taki á sig sömu skuldbindingar í lofslagsmálum og ríki Evrópu… og þannig mætti áfram telja. Nema það séu áform um lækkun vaxta, skulda ríkisins og verðbólgu sem valda andstöðu hennar. Að hún vilji sem sem sé hækkun vaxta, aukna skuldasöfnun og meiri verðbólgu - minni nýsköpun, meiri mengun, minni menntun, meira atvinnuleysi…
Verri lífskjör - bara ef við stöndum utan ESB.
Skoðun
Skilaboð hátíðarinnar
Skúli S. Ólafsson skrifar
Er þetta alvöru?
Bjarni Karlsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól!
Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið
Tinna Traustadóttir skrifar
Gott knatthús veldur deilum
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Göngum fyrir friði
Guttormur Þorsteinsson skrifar
Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum
Sigvaldi Einarsson skrifar
Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins
Reynir Böðvarsson skrifar
Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn
Þorvarður Sveinsson skrifar
Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins
Jón Frímann Jónsson skrifar
„Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
2027 væri hálfkák
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvað eru jólin fyrir þér?
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar
Landið helga?
Ingólfur Steinsson skrifar
Að sinna orkuþörf almennings
Kristín Linda Árnadóttir skrifar
Tímamót
Jón Steindór Valdimarsson skrifar
Menntun fyrir Hans Vögg
Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar
Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur
Erna Bjarnadóttir skrifar
Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Jól í sól versus jóla í dimmu
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Opið bréf til valkyrjanna þriggja
Björn Sævar Einarsson skrifar
Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus?
Árni Guðmundsson skrifar
Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins?
Dagbjört Harðardóttir skrifar
Svar við hótunum Eflingar
Sigurður G. Guðjónsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða?
Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skautun eða tvíhyggja?
Þóra Pétursdóttir skrifar
Egóið er í hégómanum
Skúli S. Ólafsson skrifar
Dæmalaus málflutningur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar