Erlent

Forseti Tékklands stelur penna - myndband

Forsetarnir ræðast við.
Forsetarnir ræðast við. Mynd/AFP
Myndband af Václav Klaus, forseta Tékklands, fer nú eins og eldur um sinu á veraldarvefnum. Myndbandið sýnir forsetann stela penna þegar hann var í opinberri heimsókn í Chíle á dögunum.

Í myndbandinu sést forsetinn laumast til að taka penna sem var í leðurboxi á borðinu fyrir framan hann. Hann fer svo með pennann undir borð setur hann í vinstri höndina og í vasann.

Myndbandið hefur verið sýnt í öllum helstu fjölmiðlum í Tékklandi sem og annars staðar í heiminum en fleiri hundruð þúsund manns hafa horft á það á Youtube.com.

Í hóp sem hefur verið stofnaður á Facebook, í tilefni af athæfi forsetans, skora meðlimir á annað fólk að senda forsetaembættinu penna eða önnur skriffæri þann 2. maí næstkomandi.

Hægt er að sjá myndbandið í hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×