Erlent

Gruna forsetann sjálfan um sprengjutilræði

Óli Tynes skrifar
Minsk á mánudag.
Minsk á mánudag.
Grunur leikur á að stjórnvöld í Hvíta Rússlandi beri sjálf  ábyrgð á sprengjunni sem sprakk í neðanjarðarlestarstöð í Minsk á mánudag. Kenningin er sú að Alexander Lúkasjenko forseti hafi viljað búa sér til tilefni til að berja á andstæðingum sínum og viljað reyna að draga athyglina frá bágu efnahagsástandi.

 

 

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi tilræðið í gær en athygli vekur að þar er talað um það sem -að því er virðist hryðjuverkaárás. Ban Ki-Moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna talaði heldur ekki um sprengjuna sem hryðjuverkaárás þegar hann tjáði sig um málið við fjölmiðla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×