Erlent

Leitað að líkum í grennd við kjarnorkuverið í Fukushima

Loftmynd af kjarnorkuverinu í Fukushima.
Loftmynd af kjarnorkuverinu í Fukushima.
Lögreglan í Japan leitar nú, í fyrsta skiptið frá jarðskjálftanum í mars, eftir líkum þeirra sem létust nærri kjarnorkuverinu í Fukushima.

Talið er að um þúsund manns hafi látist á svæðinu en vegna geislamengunar hefur ekki verið unnt að leita að líkum þeirra sem létust innan við tíu kílómetra frá kjarnorkuverinu.

Yfirvöld hafa staðfest að rúmlega þrettán þúsund manns hafi látist í jarðskjálftanum í Japan. Ekki er vitað um afdrif fjórtán þúsund einstaklinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×