Erlent

Mexíkóskt fíkniefnagengi talið ábyrgt fyrir fjöldagröfum

Lögreglan í Mexíkó rannsaka fjöldagrafir þar sem um 200 lík hafa fundist.
Lögreglan í Mexíkó rannsaka fjöldagrafir þar sem um 200 lík hafa fundist.
Mexíkóskt glæpagengi er talið vera ábyrgt fyrir sjö fjöldagröfum sem hafa fundist undanfarna daga þar í landi. Alls hefur lögreglan fundið 122 lík sem eru fórnarlömb grimmilegra fíkniefnaátáka í landinu.

Það var fyrir helgi sem bóndi hringdi í fjölmiðla eftir að hann varð var við sterka vonda lykt út í eyðimörkinni nærri landamærum Bandaríkjanna. Í ljós kom að um fjöldagröf var að ræða. Lögreglan hóf rannsókn og á einni viku voru þeir búnir að finna sjö grunnar fjöldagrafir með alls 122 fórnarlömbum.

Lögreglan telur víst að fíkniefnagengið Zetas hafi verið að verki. Gengið varð fyrst alræmt þegar það starfaði sem samtök launmorðingja fyrir aðra fíkniefnahringi. Síðar breyttist starfsemi samtakanna og þeir blönduðu sér inn í fíkniefnastríðið sem hefur geisað í landinu.

Lögreglan grunar að sama gengi sé ábyrgt fyrir annarri fjöldagröf sem fannst síðasta sumar. Þá fann lögreglan 72 lík. Sautján hafa verið handteknir vegna málsins en höfuðpaura samtakanna er enn leitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×