Valur varð í gær Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð. Valskonur sópuðu Fram í úrslitaeinvíginu, 3-0, eftir ótrúlegan leik í gær þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í vítakastkeppni.
Grípa þurfti til þessa sjaldséða úrræðis eftir að leikar stóðu jafnir eftir áttatíu mínútur af handbolta - semsagt tvíframlengdan leik.
Fögnuður Valskvenna var eðlilega mikill eftir leikinn og tók Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, myndirnar sem má sjá hér fyrir neðan.
Fögnuður Valskvenna í myndum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn



Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn
