Viðskipti erlent

Viðskiptajöfnuður Danmerkur 2.000 milljarðar í plús

Viðskiptajöfnuður Danmerkur á síðasta ári sló öll fyrri met. Viðskiptajöfnuðurinn var hagstæður um 93,6 milljarða danskra kr. eða tæplega 2.000 milljarða kr. Fyrra met í afgangi á viðskiptajöfnuðinum í Danmörku var sett árið 2005 en þá var hann hagstæður um rúma 67 milljarða danskra kr.

Samkvæmt upplýsingum frá dönsku hagstofunni skýrist þetta einkum af miklum afgangi af vöruskiptum og þjónustu en sá afgangur nam tæpum 100 milljörðum kr. Og það var einkum fjórði ársfjíorðungur síðasta árs sem kom vel út en jöfnuðurinn á því tímabili nam tæpum 30 milljörðum danskra kr. sem er rúmlega 11 milljörðum danskra kr. betri niðurstaða en á sama tímabili árið áður.

Steen Bocian aðalhagfræðingur Danske Bank segir að þennan mikla afgang megi einkum rekja til þess að verulega hefur dregið úr innflutningi til Danmerkur í kreppunni þar sem almenningur hefur sparað við sig innkaup í kreppunni. Þá er Danmörk ennþá nettóútflytjandi á olíu en olíuverð á heimsmarkaði hækkaði verulega á síðasta ári.

Bocian nefnir einnig að dönsku skipafélögin hafi notið góðs af uppsveiflunni í Asíu löndum á síðasta ári.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×