Lífið

Góðgerðarsamkoma í Hörpu

Smelltu á mynd til að skoða albúmið.
Smelltu á mynd til að skoða albúmið.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í gær, laugardag, á góðgerðarsamkomu Hendrikku Waage í Hörpu. Það var Freyja Haraldsdóttir sem hlaut mannréttindaviðurkenningu „The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" en viðurkenningin var veitt á vegum góðgerðarsamtakanna Kids Parliament. Þetta er í fyrsta sinn sem viðurkenningin er veitt.

Freyja Haraldsdóttir er afrekskona í mörgum skilningi. Hún er með ríka réttlætiskennd en hún hefur helgað líf sitt mannréttindabaráttu fyrir fatlaða og því að breyta viðhorfum í þeirra garð.

Þannig hefur hún verið einn allra öflugasti talsmaður fatlaðra hér á landi en einnig hefur hún unnið að málefnum fatlaðra á erlendum vettvangi. Freyja er fulltrúi í Stjórnlagaráði ásamt því að vera framkvæmdastjóri NPA miðstöðvarinnar sem er bæði baráttuhreyfing og miðstöð um notendastýrða persónulega aðstoð.

Sem framkvæmdastýra þar hefur hún verið áheyrnarfulltrúi í verkefnastjórn Velferðarráðuneytisins fyrir hönd miðstöðvarinnar og hefur verið mjög virk í að tryggja að allar áherslur byggi á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf.

Verðlaunin afhentu Hendrikka Waage, stofnandi og stjórnarformaður samtakanna og Erol User, athafnamaður sem er jafnframt stofnandi samtakanna. Kids Parliament samtökin hafa það að markmiði að efla menntun og styðja við bakið á fjölfötluðum börnum. Í félagaskrá samtakanna má finna nöfn á borð við Dalai Lama, nóbelsverðlaunahafann Betty Williams og Kerry Kennedy.

https://www.kidsparliament.org

Kristín Waage, Hafdís Jónsdóttir og Hendrikka Waage.
Skjöldur sá meðal annars um uppboðið.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.