Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 12:41 Á Siglufirði féll þessi stytta um koll og myndin fyrir ofan færðist til í einum skjálftanum. Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur. Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi en þeir eiga upptök sín um tuttugu kílómetra norðaustur af Siglufirði. Sá stærsti, að stærðinni fimm komma tveir, varð um hálftvöleytið í nótt og sá fannst greinilega víða að sögn Ragnars Stefánssonar jarðskjálftafræðings. „Hans var mjög harkalega vart á Siglufirði. Hann fannst mjög víða við utanverðan Eyjafjörð, Skagafjörð og Vestur-Húnavatnssýslu. Einhver þykist hafa orðið var við skjálftann hér í Reykjavík en það er mjög mikil næmni ef einnhver hefur orðið var við hann þar," segir Ragnar. Margir skjálftar hafa verið yfir þrír að stærð og mældist einn 3,5 nú rétt fyrir sjö í morgun. Um hálfellefuleytið mældist einn upp á þrjá og nú rétt fyrir tólf varð einn sem mældist þrír komma fimm. Engar tilkynningar hafa borist um slys á fólki eða tjón á eignum en skjálftarnir eru svokallaðir brotaskjálftar á þekktu jarðskjálftasvæði og ekki undanfari eldsumbrota. „Þessir skjálftar verða oft á bilinu 4-5. Þeir geta orðið það stórir en yfirleitt ekki stærri. Þetta er stærri svona hrina heldur en hefur orðið í sennilega tvo áratugi á þessum slóðum sem maður getur fullyrt," segir Ragnar. Heldur hefur dregið úr tíðni skjálftanna frá því klukkan hálf átta en hrinan gæti tekið sig upp aftur og ekki er hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir fjóra að stærð. Þá má búast við eftirskjálftum næstu daga og jafnvel vikur. „Það er nú lang líklegast að það gerist ekki mikið meira þarna á þessum slóðum núna. Hitt er svo annað mál að þessi hreyfing sem þarna verður getur haft áhrif á önnu svæði, til að ýta við öðrum svæðum," segir Ragnar og bendir í sömu andrá á að ekki sé langt í frekar stóran jarðskjálfta á Skjálfandaflóa, á svæðinu milli Húsavíkur og Flateyjar. „Það er ekkert sem við getum sagt að geti komið beint í kjölfar á þessu en það má segja að það er eðlilegt að hafa sérstaka gát í framhaldi af svona skjálftum," segir Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur.
Tengdar fréttir Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hundruð jarðskjálfta mældust á Norðurlandi Nokkur hundruð jarðskjálftar hafa mælst á Norðurlandi frá því í gærkvöldi. Sá stærsti, að stærðinni 5,2, varð um hálftvöleytið í nótt en sá fannst um allt Norðurland og víðar. 21. október 2012 10:05
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34