Rúmið titraði stanslaust Hugrún Halldórsdóttir skrifar 21. október 2012 13:59 Frá Siglufirði. Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði. Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Margir Siglfirðingar voru óttaslegnir í nótt þegar jarðskjálftarnir gengu yfir. Þar á meðal Birna Kristín Eiríksdóttir. „Við vorum á leiðinni í rúmið um ellefuleytið og svo milli ellefu og tólf þá er allt í einu eins og vörubíll hafi keyrt á húsið. Það tók mig dálítinn tíma að átta mig á því hvað þetta væri og það fór eiginlega ekki á milli mála því svo komu margir skjálftar í kjölfarið og það var á tímabili þannig að rúmið titraði stanslaust. Það var verið að vagga manni í svefn svona í rólegheitum. Þetta var frekar magnað. Svo var maður rétt að ná að festa svefn aftur þegar stóri skjálftinn reið yfir og þá hélt ég að ég yrði ekki eldri. Þá reif ég litluna mína sem er 7 vikna beint úr rúminu sínu og við hlupum inn í dyragætt og stóðum þar á meðan allt gekk yfir. Þetta var svaka hávaði og mikil læti. Við vorum svo sem mjög heppin hér því það var ekkert sem skemmdist eða neitt svoleiðis," segir Birna. Birna segir kirkjuklukkur hafa hringt af völdum skjálftanna og að hún viti til þess að rúður hafi brotnað og munir fallir úr skápum og hillum. „Það hrundi svolítið úr hillum hjá einni frænku okkar. Hún var nú búin að klæða sig upp og ætlaði bara að fara út úr bænum. Þetta er svaka reynsla, þetta hreyfir við móðurhjartanu þegar maður er nýbúinn að eignast barn. Maður var frekar hræddur, það get ég sagt þér," segir hún.Já, það hefur verið hræðsla hjá fólkinu á svæðinu? „Já, það var töluverð hræðsla, ég sá það bara á Facebook. Það voru bara meira og minna allir sem maður þekkir sem búa hérna vakandi og voru að fylgjast með þessu og eru frekar vansvefta. Þetta verður sennilega draugabærinn í dag," segir BirnaHafið þið fundið einhverja skjálfta síðasta klukkutímann, síðustu tvo? „Nei, annað hvort er maður búinn að aðlagast þessu eða eitthvað. Það eru einhverjir litlir skjálftar í gangi en maður tekur ekkert eftir þeim, þetta er að verða búið. Sem er frábært," segir Birna Kristín Eiríksdóttir, sem stödd er á Siglufirði.
Tengdar fréttir Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41 Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34 Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Öflugasta skjálftahrina í tvo áratugi Jarðskjálftahrinan sem hefur gengið yfir Norðurland síðasta hálfa sólarhringinn er sú öflugasta sem hefur orðið á svæðinu í um tvo áratugi. Jarðskjálftafræðingur segir mikilvægt að fylgjast með framvindu mála þar sem jarðhræringarnar geti haft áhrif á skjálftavirkni annarra svæða. 21. október 2012 12:41
Allt nötrar og skelfur á Norðurlandi Töluverði skjálftavirkni hefur verið á Norðurlandi í kvöld. Hafa skjálftarnir verið allt að fjögur stig. Þeir hafa meðal annars fundist á Akureyri og á Siglufirði hafa bækur munir hrunið úr hillum. 21. október 2012 00:34