Yfirlögregluþjónn kærir falsaða undirskrift á lista Ástþórs VG skrifar 25. maí 2012 13:26 Frá Akureyri. Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Daníel Guðjónsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, hefur kært fölsun á undirskrift sinni á meðmælandalista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda í Norðausturkjördæmi, til lögreglunnar. Hann sagði í viðtali við RÚV í hádeginu að hann hefði fengið að skoða umræddan listann, þar sem í ljós kom að einhver hefur skrifað nafn hans á listann án hans vitneskju. Fram kom á Vísi í gær að yfirkjörstjórn Norðausturkjördæmis hefði gert svokallaðar stikkprufur á lista Ástþórs. Hringt var að minnsta kost í tíu manns, enginn kannaðist við að hafa sett nafn sitt á listann til stuðnings framboði Ástþórs. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Ástþór að hann væri ekki með neinar sannanir í höndunum um að undirskriftirnar væru falsaðar. Hann benti meðal annars á þann möguleika að fólk svaraði ekki heiðarlega um skoðanir sínar þegar yfirvald hringdi í það og innti eftir því hvort það hefði skrifað sig á listann. Daníel segist í samtali við við RÚV gruna að fleiri nöfn séu fölsuð á listanum. „Ég vona að það fari fram opinber rannsókn á þessu. Ég vona að þetta sé bara bundið við einn einstakling en eftir því sem ég sá bara á þeim blöðum sem mitt nafn var á, taldi ég augljóst að það væru fleiri nöfn á þeim lista sem væru fölsuð líka," sagði Daníel í samtali við RÚV. Þegar Vísir hafði samband við Ástþór sagði hann að falsanir ættu ekki að líðast, „ef þessu er rétt lýst hjá Daníel, þá er mjög eðlilegt að það fari fram rannsókn. Svona á ekki að líðast," bætti Ástþór við. Ástþór hefur þegar skilað um 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavíkurkjördæmi og býst við að skila inn öllum gögnum fyrir miðnætti, en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út.
Tengdar fréttir Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28 Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36 Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28 Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. 25. maí 2012 12:28
Könnuðust ekki við að styðja Ástþór Stikkprufur sem yfirkjörstjórn í Norðausturkjördæmi hefur framkvæmt hefur leitt í ljós að minnsta kosti tíu einstaklingar kannast ekki við að hafa skrifað nafn sitt á undirskriftarlista Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda. 24. maí 2012 15:36
Búinn að skila meðmælendalista „Við erum búin að skila meðmælendalistunum," segir Hannes Bjarnason, forsetaframbjóðandi. Alls vantaði 126 undirskriftir á listann svo að hann yrði samþykktur af yfirkjörstjórnum Reykjavíkurkjördæma norðurs og suðurs. 24. maí 2012 21:28
Hannes og Ástþór fá frest fram á föstudag til að skila meðmælum Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður hafa staðfest meðmælenda lista frambjóðenda til forsetakosninganna. 23. maí 2012 19:52