Körfubolti

Stórt tap gegn Svíum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag.
Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu í dag.
Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði í dag 80-44 gegn Svíum á Norðurlandamótinu í Noregi. Staðan í hálfleik var 42-24 Svíum í vil.

Íslenska liðið, sem tók heimakonur frá Noregi í kennslustund í gær, héldu í við sænska liðið í fyrsta fjórðungi en svo skildu leiðir. Ólíkt leik gærdagsins þar sem íslensku stelpurnar voru sjóðandi heitar fyrir utan þriggja stiga línuna fóru aðeins tvö af 25 skotunum ofan í. Það svarar til 8% skotnýtingar fyrir utan línuna.

Helena Sverrisdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 14 stig þar af átta af vítalínunni.

Dagsverki íslenska liðsins er ekki lokið því liðið leikur aftur klukkan 17 í dag. Andstæðingurinn er lið Danmerkur sem tapaði í gær gegn Finnum 89-78 í hörkuleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×