Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista VG skrifar 25. maí 2012 12:28 Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira