Segir eðlilegt að lögreglan rannsaki framboðslista VG skrifar 25. maí 2012 12:28 Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi hefur skilað hátt í 200 undirskriftum til viðbótar í Reykjavík eftir að yfirkjörstjórn gerði athugasemdir við lista sem hann sendi inn í kjördæmið. Í viðtali í gær við Pál Hlöðvesson, formann yfirkjörstjórnar í Norðausturkjördæmi, kom fram að úttekt kjörstjórnar í kjördæminu hafi leitt í ljós að einstaklingar á lista Ástþórs könnuðust ekki við að hafa skrifað sig á listann. Það virðist einnig hafa átt við í Reykjavík. „Ég hef engar sannanir um að svo sé, að þetta sé falsað," segir Ástþór í samtali við fréttastofu. „Svo er fólk ekki endilega tilbúið að upplýsa hvar það stendur í stjórnmálum þegar það er hringt í það frá yfirvöldum," bætir hann við spurður út í ásakanir um að meðmælendalistarnir séu ekki fyllilega réttir. Ástþór býst við að skila inn öllum kjörgögnum fyrir miðnætti en þá rennur framboðsfrestur til forsetakosninga út. Athygli vekur þó að Ástþór skilaði undirskriftum til kjörstjórna í apríl síðastliðnum. Hann var því einn af þeim fyrstu sem skilaði inn settum fjölda meðmælanda líkt og krafist er. Ástþór fór fram á það að kjörstjórnir færu yfir listana hið fyrsta til þess að kanna hvort þeir stæðust lög. Það var þó ekki gert fyrr en nú á síðustu dögum, skömmu áður en fresturinn rennur út. „Það hefur verið einstaklega illa staðið að undirbúningi forsetakosninganna þetta árið," segir Ástþór sem hefur nokkuð ágæta reynslu af forsetaframboðum. Sjálfur kvartar hann undan misvísandi upplýsingum frá yfirvöldum vegna kosninganna. Ástþór segist einnig hafa fundið fyrir því að óprúttnir aðilar hafi reynt að grafa undan framboði sínu. Þannig bauðst hann til þess á heimasíðu sinni að koma í heimsóknir á vinnustöðum og gátu einstaklingar sent honum póst þess eðlis. Hann fékk fjölda fyrirspurna, en þegar boðin voru könnuð, kom í ljós að enginn kannaðist við að hafa boðið Ástþóri á vinnustaðinn. „Ég talaði við lögregluna út af þessu," segir Ástþór sem lítur málið alvarlegum augum. Þegar fréttamaður spyr hvort þetta sé lögreglumál svarar Ástþór: „Þetta hlýtur að vera lögreglumál. Þetta er fals. Ég bauð þeim að rannsaka málið en þeir sögðu mér að það væri ekkert lögbrot framið." Spurður hvort það væri þá ekki tilefni fyrir lögreglu að rannsaka það hvort einstaklingar hefðu verið skrifaðir á meðmælandalista Ástþórs án þeirra vitundar, svarar Ástþór að svo ætti að sjálfsögðu að vera.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira