Norðurlönd á norðurskautssvæðinu 25. maí 2012 14:00 Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Mest lesið ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurskautssvæðin hafa flust nær miðju heimsstjórnmálanna og munu fá aukið vægi í framtíðinni. Saman geta norrænu ríkin haft áhrif á þróun norðurskautssvæðisins og unnið á jákvæðan hátt í Norðurskautsráðinu. Við í Norðurlandaráði lýsum því eftir sameiginlegri norrænni stefnu sem getur verið undirstaða uppbyggilegrar norrænnar samvinnu. Norrænu ríkin eru lítil hvert um sig, en saman geta þau haft umtalsverð og jákvæð áhrif á þróun norðurskautssvæðanna og starfið í Norðurskautsráðinu. Sameiginlegar aðgerðir eru nauðsynlegar þar sem margir alþjóðlegir aðilar sýna norðurskautssvæðunum áhuga og við það verða til nýjar heimspólitískar áskoranir. Hlýnun jarðar skapar ný tækifæri fyrir efnahagsþróun á norðurskautssvæðunum með nýjum siglingaleiðum, námarekstri og olíu- og gasvinnslu. Þetta getur verið jákvætt fyrir mörg samfélög á svæðinu, en hefur einnig í för með sér hættu á alvarlegum slysum. Hlýnunin hefur einnig neikvæð áhrif á margar hefðbundnar atvinnugreinar og búsetuskilyrði. Þess vegna er þörf fyrir jafnvægi í þróun, þar sem nýjar aðgerðir til að skapa hagvöxt verða að taka tillit til íbúa svæðisins og viðkvæmrar náttúru. Jafnframt verður að takmarka losun gróðushúsalofttegunda á heimsvísu og samfélögin verða að vera það sterk að þau geti tekist á við afleiðingar óhjákvæmilegra loftslagsbreytinga. Stoltenberg, fyrrverandi utanríkisráðherra Noregs, lagði í skýrslu sinni frá 2009 til margvíslegar sameiginlegar aðgerðir á sviði utanríkis- og varnarstefnu með áherslu á Norður-Atlantshaf, þar á meðal sameiginlega loftrýmisgæslu yfir Íslandi. Ríkisstjórnir Norðurlandanna hafa brugðist við tillögunum á jákvæðan hátt og þetta dæmi sýnir að norrænu ríkin geta unnið saman að þróun nyrstu svæðanna. Gagnsemi sameiginlegrar rammaáætlunar um formennsku þriggja norrænna ríkja (Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar) í Norðurskautsráðinu á árunum 2007 til 2013 hefur sannað sig. Þar var fjallað um sameiginleg markmið og forgangsröðun sem leiddi til þess að sett var á stofn skrifstofa fyrir Norðurskautsráðið. Norðurlandaráð telur mikilvægt að dragast ekki aftur úr þegar Kanadamenn taka við formennsku árið 2013. Norðurlönd eiga áfram að sýna frumkvæði og gegna sameiningarhlutverki í samstarfi á norðurskautssvæðunum. Norðurlandaráð samþykkti því á vorþingi sínu í Reykjavík í mars síðastliðnum tillögu um að ríkisstjórnir Norðurlandanna ynnu sameiginlega stefnu um norrænt samstarf til að takast á við áskoranir norðurskautssvæðisins. Markmiðið ætti að vera að ná pólitískri fótfestu í stefnumálum eins og nýtingu náttúruauðlinda, fiskveiðum, umhverfisvernd, siglingaleiðum, vöktun og björgun á hafi, flutningum og innviðum og sjálfbærri efnahagsþróun sem gagnast íbúum norðurskautssvæðisins. Við verðum að byggja á því sem við erum sammála um og þróa þessa samstöðu þannig að hún nái til eins margra stefnumála og mögulegt er. Með sameiginlegri stefnu geta norrænu ríkin lagt áherslu á sameiginleg markmið og sett í forgang sameiginlegar aðferðir til að koma þeim á framfæri. Stefnan getur styrkt enn betur hlutverk Norðurlanda sem mikilvægs sameiningarafls fyrir íbúa, umhverfi og öryggi á norðurskautssvæðinu. Hugmyndin er ekki að mynda norrænan hóp í Norðurskautsráðinu. Þvert á móti viljum við styðja við og efla Norðurskautsráðið með því að norrænu ríkin leggi í auknum mæli sitt af mörkum sem þróttmikill aðili í Norðurskautsráðinu.Kimmo Sasi, forseti Norðurlandaráðs, FinnlandiHelgi Hjörvar, ÍslandiBendiks H. Arnesen, NoregiBertel Haarder, DanmörkuKarin Åström, Svíþjóð
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar