Afar óskynsamlegt að ráðast í framkvæmdir meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. maí 2012 17:44 Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Seðlabankinn varar við því að ráðist sé í opinberar framkvæmdir á meðan íslenska ríkið skuldar nálægt 100 prósent af landsframleiðslu. Már Guðmundsson seðlabankastjóri fer yfir þetta í nýjasta þættinum af Klinkinu. „Það er ekki skynsamlegt að opinber fjárfesting ríkisins sé mikil um þessar mundir, enda er hún lítil. Ríkið kemur úr hruninu með mjög mikinn halla og það var lykilatriði að við kæmum fram með áætlun til að loka því gati yfir tíma," segir Már í þættinum. Nú sjáum við skuldsetningu vegna Landspítala háskólasjúkrahúss, er ekki hættulegt að ráðast í slíka fjárfestingu á meðan ríkissjóður er jafn skuldsettur? „Ég ætla ekki að leggja dóm á einstaka framkvæmdir. Aðalatriðið hjá okkur er heildarmyndin og það var í gangi þessi áætlun, að ná jöfnuði á ríkissjóði á þessu ári og hún var lengd til ársins 2013. Það er líka áætlun um afnám haftanna (…) og að öllu óbreyttu eiga höftin að fara 2014. Þegar það gerist er mjög mikilvægt að lánsfjárþörf ríkissjóðs sé sem minnst og helst engin," segir Már í Klinkinu. Fram kemur í Peningamálum, riti Seðlabankans sem kemur út ársfjórðungslega, að fjárfesting hins opinbera hafi verið lítil frá því aðhaldsaðgerðir hófust árið 2009 og nam fjárfestingin á síðasta ári um 2,2 prósentum af landsframleiðslu, sem er vel fyrir neðan þrjátíu ára meðaltal sem er 2,7 prósent. Á síðasta ári var fjárfesting hins opinbera einungis 43 prósent af því sem hún var á árinu 2007, þegar hún var mest. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnumarkaði voru gefin loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu, aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir eru að verulegu leyti utan fjárlaga, eins og bygging nýs Landspítala og Vaðlaheiðargöng. Íslenska ríkið er núna með í undirbúningi að taka 100 prósent verðtryggt húsnæðislán upp á 50 til 60 milljarða króna til að fjármagna byggingu nýs spítala. Sjá nánari umfjöllun um þetta og skyld mál hér. Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu með því að smella hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira