Til kjósenda Heiða Kristín Helgadóttir skrifar 17. maí 2012 06:00 Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tengdar fréttir Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00 Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar Besta flokksins buðu sig ekki fram til borgarstjórnar til þess að standa vörð um persónulega hagsmuni sína eða félaga sinna. Í grein Davíðs Roach Gunnarssonar í Fréttablaðinu eru fulltrúar flokksins sakaðir um að hafa ekki „lyft litla fingri, hvað þá hendi, til að koma í veg fyrir þetta niðurrif á tónleikamenningu landsins" með því að koma ekki í veg fyrir væntanlega lokun Nasa. Mér þykja þessar ásakanir mjög sorglegar og kristalla mjög hættulegt heilkenni í íslenskri stjórnmálamenningu. Þá á ég við þá hugsun að þegar þinn flokkur eða þínir líkar komast að kjötkötlunum, þá sértu hólpinn og ekkert slæmt geti þá hent þig. En lífið er ekki þannig og á ekki að vera þannig. Borgir breytast og þróast. Miðaldra menn segja mér að einu sinni hafi verið skemmtistaður í Topshop húsinu við Lækjargötu sem hafi heitið Tunglið. Þessi staður og fleiri eru horfnir en samt stendur tónlistarlíf í borginni í sögulegum blóma. Merkilegt. Nasa er fínt hús sem ég hef oft farið í til að horfa á vini mína, bæði í Besta flokknum og utan hans, fremja magnaða list. En Nasa er hús í einkaeigu. Eigandi hússins hefur þar af leiðandi ríkan rétt til þess að ráðstafa þessari eign sinni. Eigandi hefur í samvinnu við skipulagsyfirvöld í Reykjavík reynt að finna lausn á því hvernig starfsemi skuli fara fram í húsinu. Núna er í gangi alþjóðleg hönnunarsamkeppni um svæðið sem miðar að því að leysa málið eins farsællega og hægt er. Þátttaka eiganda í dómefnd er alls ekki óeðlileg þar sem stór hluti þess svæðis sem er undir í samkeppninni eru byggingar í hans eigu. Eigandinn er einn af sjö aðilum í dómnefnd, sem er unnin samkvæmt reglum Arkitektafélags Íslands og hefur þar ekki meira vægi en sitt eina atkvæði. Til þess að koma til móts við mótmæli þarf að leiða saman hlutaðeigandi aðila og reyna að leysa málið. En aftur að vonbrigðum þessa ágæta kjósanda Besta flokksins. Væri Besti flokkurinn að standa undir nafni ef hann beitti sér fyrir því að Reykjavíkurborg keypti hús fyrir mikinn pening, pening sem almenningur á, og leigði það út til vina sinna og sjálfs síns svo ekkert myndi breytast og allt væri eins og það hefur alltaf verið? Væru þá allir glaðir? Væri þá gaman og skemmtilegt? Það er nákvæmlega það sem fulltrúar Besta flokksins buðu sig fram til að stoppa. Illa ígrundaðar ákvarðanir hafa kostað þetta fallega land mikið. En það sem hefur kostað okkur enn meira eru ákvarðanir drifnar áfram af furðulegri frændsemi og tilraun til hafa alla góða og þá helst vini sína í flokknum eða liðinu, hljómsveitarfélaga eða vinina í pottinum eða á kaffihúsinu. Það er meðvirkt rugl sem verður að afrugla. Fulltrúar Besta flokksins hafa lyft bæði fingrum, höndum og fótum til að gera það og þess vegna er ég stolt af þeim.
Til borgarfulltrúa Besta flokksins Kæru borgarfulltrúar Besta flokksins. Þið buðuð ykkur fram undir því yfirskyni að gera Reykjavík að skemmtilegri borg. Í byrjun þessa árs kom fram að til stæði að rífa skemmtistaðinn Nasa og byggja enn eitt risahótelið við einn ástsælasta samkomustað Reykvíkinga, Austurvöll. Þessi áætlun kom fyrst fram fyrir þremur árum síðan en komið var í veg fyrir það þá vegna mikilla mótmæla, m.a. frá tónlistarmönnum. Þegar þessi áætlun var sett fram aftur í byrjun árs vakti það hjá mér ugg í brjósti, en síðan róaðist ég aðeins þegar ég mundi hverjir sætu í borgarstjórn. 16. maí 2012 06:00
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun