Körfubolti

Lele Hardy með tröllatvennu puttabrotin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lele Hardy.
Lele Hardy. Mynd/Daníel
Lele Hardy, spilandi þjálfari Njarðvíkurliðsins, lét ekki puttabrot hindra sig í að leið sitt lið til sigurs í Dominsdeild kvenna í gærkvöldi.

Lele Hardy puttabrotnaði í síðasta leik og mátti ekki spila leikinn samkvæmt læknisráði. Hún hlustaði ekki á það og fór á kostum í Röstinni í Grindavík.

Njarðvík vann leikinn með fimm stigum, 70-65, og var Lele Hardy með 28 stig, 22 fráköst og 6 stoðsendingar.

Hardy átti að hvíla í heilan mánuð samkvæmt læknisráði en eftir endurkomu hennar í gær er ljóst að hún missir líklega ekki af einum einasta leik.

Hardy er Njarðvíkurliðinu gríðarlega mikilvæg en í fyrstu þremur leikjunum er hún með 28,3 stig, 19,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar og 4,7 stolna bolta að meðaltali í leik.

Hún er efst í framlagi í deildinni, í 2. sæti í stigum, fráköstum og stolnum boltum og í 4. sæti í stoðsendingum. Frábær leikmaður sem er til í að fórna sér fyrir sitt lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×