
Seinfarin ganga lánsveðshópsins
Þær leiðir til minnkunar skulda heimilanna svo sem 110% leiðin geta ekki nýst lánsveðshópnum. Þrátt fyrir nær einróma yfirlýsingar allra stjórnmálaflokka sl. vetur hefur ekkert áunnist og skammarlega lítil, léttfætt skref verið tekin. Það er skömm að því þegar fögrum fyrirheitum fylgja ekki efndir. Traust fólks á umboðsmönnum almennings má vart við frekari hnekki. Tap í kynslóðalotteríinu er að verða að veruleika fyrir lánsveðshópinn.
Lífeyrissjóðir standa í vegi sanngirniEin stærsta hindrunin sem stendur í vegi fyrir þeim sanngirnisúrbótum að létta skuldabyrði ungs fólks með lánsveð eru lífeyrissjóðirnir. Þeir eru taldir eiga stóran hluta þeirra fasteignalána sem tryggð eru með lánsveði. Hvernig getur staðið á því að lífeyrissjóðirnir einir fjármálastofnana ætla sér ekki að taka þátt í niðurfellingum skulda almennings? Hlutdeild þeirra í niðurfellingum 110% leiðarinnar er vart mælanleg. Það eru einmitt niðurfellingar skulda hjá öðrum fjármálastofnunum sem skapa almenningi það svigrúm að geta greitt af lífeyrissjóðslánum. Lífeyrissjóðirnir eru sem sagt orðnir að laumufarþegum í endurskipulagningu skulda heimilanna, þeir leggja ekkert til en fá allan ávinninginn.
Að vissu leyti er þetta skiljanleg afstaða. Fæstir lífeyrissjóðir geta skilað þeirri ávöxtun sem þeir eiga að skila. Hugmyndaflug þeirra í fjárfestingum nær vart lengra en að lána skjólstæðingum til húsnæðiskaupa og kaupa skuldabréf sem bankar nota til að veita húsnæðislán. Maður spyr sig hvort fólk gæti ekki fengið svipaða niðurstöðu með því að halda eftir greiðslum til lífeyrissjóðanna, eignast húsnæðið sitt hraðar með þeim peningum og eiga lífeyrissjóð tryggðan með eigin fasteign milliliðalaust. Til hvers þarf að hafa lífeyrissjóðina með ef okkar eigin vaxtakostnaður er okkar ávöxtun?
Langtímahagsmunir hunsaðirEn fyrst stefna sjóðanna er svona má líka spyrja sig hvort það sé best fyrir lífeyrissjóðina að þúsundir fjölskyldna séu fastar í sama húsnæðinu um árabil vegna íþyngjandi lánabyrðar. Fólk sem annars væri að taka ný lán fyrir stærri eignum. Aðgerðaleysi og skammtímahugsun hefur áður stórlaskað lífeyrissjóðina, ef ekki verður tekið í taumana nú er ljóst að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði þúsunda Íslendinga og reynast sjóðunum dýrkeyptari en ella.
Öll fasteignalán verður að meðhöndla eins. Ríkisstjórnin og Alþingi ættu að taka þetta mál föstum tökum svo hægt sé að ljúka um margt farsælli meðhöndlun skulda almennings með sanngirni. Því hefur verið lofað. Lífeyrissjóðirnir verða jafnframt að líta á málið með langtímahagsmuni almennings í huga.
Skoðun

Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru
Árni Stefán Árnason skrifar

Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum...
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Grafarvogsgremjan
Þorlákur Axel Jónsson skrifar

Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hugleiðingar á páskum
Ámundi Loftsson skrifar

Gremjan í Grafarvogi
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence
Skúli Ólafsson skrifar

Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar

Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána?
Sigríður Ólafsdóttir skrifar

Þegar mannshjörtun mætast
Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar

Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf
Björn Ólafsson skrifar

Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum
Sigurður Kári Harðarson skrifar

Stöðvum glæpagengi á Íslandi
Hjalti Vigfússon skrifar

Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“
Gunnar Ármannsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar
Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar

Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing
Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar

„Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“
Heiðrún Jónsdóttir skrifar

Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins?
Birgir Finnsson skrifar

Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja
Viðar Hreinsson skrifar

Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Vinnustaðir fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson skrifar

Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki?
Jón Hrói Finnsson skrifar

Blóð, sviti og tár
Jökull Jörgensen skrifar

Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika?
Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar

Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju?
Sigurþóra Bergsdóttir skrifar