Eignarrétti ógnað með lögum um lífeyrissjóði kolbeinn@frettabladid.is skrifar 21. nóvember 2012 06:00 fólk Lífeyrissjóðirnir segjast ekki mega gefa eftir eignir, enda séu þær í eigu lífeyrisþega.fréttablaðið/anton Lífeyrissjóðirnir leggja nú þegar fjármuni í varasjóði, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að þeir greiddu í slíkan sjóð. Neituðu þeir því og reiddu sig á lánsveð þyrfti að skoða hvort meina ætti þeim að vera á almennum lánamarkaði. „Það breytir hins vegar ekki því að þótt að varasjóður sé til staðar, þá ber lífeyrissjóðunum að ávaxta fé sjóðsfélaga sinna og hafa ekkert frjálst val um það hvort þeir gefa eftir eignir, hvorki þessar eignir né aðrar. Þetta er það réttarumhverfi sem við búum við," segir Þórey. Hún segir eignum lífeyrissjóða í raun þegar hafa verið ráðstafað til þess verkefnis að veita lífeyri. Fjármunir lífeyrissjóðanna séu eign lífeyrisþeganna. Þeir hafi ekki heimildir til að nota féð eins og þeir vilji og vart sé vilji fyrir slíkum heimildum, sé dæmið hugsað til enda. „Einhvern tímann var ákveðið fyrir alllöngu síðan að það þætti nauðsynlegt að vera með eignarréttinn verndaðan í stjórnarskrá. Í grunninn má rekja það til verndar gagnvart yfirvöldum, fyrst konungi og síðan yfirvöldum. Þetta eru í sjálfu sér sömu leiðirnar núna. Nú fer að reyna á eignarréttinn." Þórey segir að mikilvægt sé að skýrar reglur gildi um það hvernig sjóðirnir megi fara með fjármuni sína. Sérstaklega þar sem allir eru skyldaðir til að greiða í kerfið. Nokkuð skorti á gagnkvæman skilning á því að lífeyrissjóðir og stjórnvöld þurfi að virða þær reglur. Fréttir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir leggja nú þegar fjármuni í varasjóði, segir Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða. Björn Valur Gíslason, formaður fjárlaganefndar, kallaði eftir því í Fréttablaðinu í gær að þeir greiddu í slíkan sjóð. Neituðu þeir því og reiddu sig á lánsveð þyrfti að skoða hvort meina ætti þeim að vera á almennum lánamarkaði. „Það breytir hins vegar ekki því að þótt að varasjóður sé til staðar, þá ber lífeyrissjóðunum að ávaxta fé sjóðsfélaga sinna og hafa ekkert frjálst val um það hvort þeir gefa eftir eignir, hvorki þessar eignir né aðrar. Þetta er það réttarumhverfi sem við búum við," segir Þórey. Hún segir eignum lífeyrissjóða í raun þegar hafa verið ráðstafað til þess verkefnis að veita lífeyri. Fjármunir lífeyrissjóðanna séu eign lífeyrisþeganna. Þeir hafi ekki heimildir til að nota féð eins og þeir vilji og vart sé vilji fyrir slíkum heimildum, sé dæmið hugsað til enda. „Einhvern tímann var ákveðið fyrir alllöngu síðan að það þætti nauðsynlegt að vera með eignarréttinn verndaðan í stjórnarskrá. Í grunninn má rekja það til verndar gagnvart yfirvöldum, fyrst konungi og síðan yfirvöldum. Þetta eru í sjálfu sér sömu leiðirnar núna. Nú fer að reyna á eignarréttinn." Þórey segir að mikilvægt sé að skýrar reglur gildi um það hvernig sjóðirnir megi fara með fjármuni sína. Sérstaklega þar sem allir eru skyldaðir til að greiða í kerfið. Nokkuð skorti á gagnkvæman skilning á því að lífeyrissjóðir og stjórnvöld þurfi að virða þær reglur.
Fréttir Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Sjá meira