Svolítið skotinn í Sonum duftsins Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. nóvember 2012 14:37 Ný bók Arnaldar Indriðasonar kemur út í dag. Mynd/ Valli. Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Ný bók Arnaldar Indriðasonar, Reykjavíkurnætur, kemur út í dag. Arnaldur segir í samtali við Vísi að bókin gerist árið 1974, tveimur árum eftir Einvígið sem kom út í fyrra. Reykjavíkurnætur segir frá fyrsta málinu sem Erlendur Sveinsson vinnur að í lögreglunni. "Þá er hann bara í umferðarlöggunni og vinnur mikið á næturvöktum. Þaðan er nafnið komið," segir hann. Marion Briem kom mikið við sögu í bókinni í fyrra, en Erlendur vill ekkert segja til um hvort Marion komið mikið við sögu í nýju bókinni. "Ég vildi nú helst ekki segja mikið meira um efnið, betra að fólk upplifi það þá frekar sjálft," segir Arnaldur í samtali við Vísi. Arnaldur segist hafa lokið við bókina í vor. "Mér fannst spennandi að fara aftur í tímann með persónu eins og Erlend, lögreglumann sem ég hef skrifað um núna í nokkur ár," segir Arnaldur. Það hafi verið svolítið nýtt að hverfa aftur til upphafsins og skrifa um byrjunina, sama hvort framhald verði á því eða ekki. "Ég held að það hafi ekki verið gert mikið af því áður að taka lögreglumann úr svona seríu og fara með hann svona rækilega aftur í tímann. Það var svona það sem mér fannst mest spennandi við að vinna að þessu verkefni," segir hann. Þetta er sextánda bók Arnaldar en hann segist eiga erfitt með að svara því hver þeirra sé í uppáhaldi. "Ég hef nú aldrei getað svarað þessari spurningu almennilega. Ég hef alltaf verið svolítið skotinn í fyrstu bókinni, Sonum duftsins," segir hann. Höfundar hugsi sennilegast dálítið til upphafsins þegar þeir eru spurðir að svona spurningum. Verkin séu orðin mörg og hann hugsi ekki svo mikið um hvert og eitt þeirra. Það sé frekar að hann hugsi um þætti í verkunum, jafnvel einstaka setningar. Arnaldur er þegar byrjaður að vinna að næsta verki sem hann vonar að komi út á næsta ári. Hann segist þó ekki vera kominn langt. "En ég held að ég viti hvað ég er að skrifa um," segir hann. Hann vill þó ekkert tala meira um verkið. "Ég er svo ofsalega tregur að tala um það sem fólk á eftir að lesa," segir hann. Hér fyrir neðan getur þú lesið fyrsta kaflann í bók Arnaldar.Open publication - Free publishing
Tengdar fréttir Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Arnaldur slær met Tæplega tíu þúsund eintökum var dreift í búðir út um allt land sem er stærsta upphafsdreifing á bók frá upphafi. 1. nóvember 2012 00:01