Fjölskrúðugt indípopp Trausti Júlíusson skrifar 1. nóvember 2012 00:00 Born To Be Free með Borko. Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu. Gagnrýni Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Flytja til Asíu með börnin og úr íslenska hamstrahjólinu Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira
Borko. Born To Be Free. Kimi Records. Borkó er Björn Kristjánsson. Born to be Free er önnur platan hans í fullri lengd, en sú fyrri, Celebrating Life, kom út snemma á árinu 2008 bæði hjá Kimi Records og Morr Music í Þýskalandi. Þó að það séu komin fjögur og hálft ár frá síðustu plötu þá hefur Borkó verið mjög virkur á íslensku tónlistarsenunni undanfarið og meðal annars verið meðlimur í hljómsveitum eins og Seabear, FM Belfast og Skakkamanage. Að auki var hann á sínum tíma meðlimur í hinni merkilegu sveit Rúnk. Tónlist Borkós er frekar hæggeng og yfirveguð. Helsti styrkur plötunnar felst í fínum lagasmíðum og fjölskrúðugum útsetningum. Borkó notar margs konar hljóðfærasamsetningar. Benna Hemm Hemm-legur lúðrablástur heyrist í nokkrum lögum, strengjahljóðfæri gegna mikilvægu hlutverki og svo byggir hann skemmtilega undir sum lögin með hljómborðum og forritun. Raddútsetningarnar eru líka flottar. Eins og hjá mörgum öðrum tónlistarmönnum í dag þá má heyra áhrif í tónlist Borkós frá alls konar ólíkri tónlist úr tónlistarsögunni, allt frá 70s poppi yfir í raftónlist síðustu ára. Lögin eru misgóð, þau bestu (Born to be Free, Hold Me Now, Sing to the World?) eru frábær og það er ekkert vont lag á þessari plötu. Á heildina litið er Born to be Free stórfín plata frá vaxandi tónlistarmanni.Trausti Júlíusson Niðurstaða: Borkó snýr aftur fjórum árum seinna með fína plötu.
Gagnrýni Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Flytja til Asíu með börnin og úr íslenska hamstrahjólinu Lífið Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fleiri fréttir Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Rislítil ástarsaga Eldborg breyttist í vélrænt helvíti Kaldrifjað morð, ungar karlrembur og kæfandi andrúmsloft Strípibúlluást sem hleypir öllu í háaloft Stormur fellur á prófinu Víkingur Heiðar á fjölbreyttri afmælisveislu með ljóslifandi hápunktum Leiksigur Ladda Elísabet fær uppreist æru Sjá meira