Innlent

Fimm ára fangelsi fyrir að ræna Michelsen

Jón Hákon Halldórsson skrifar

Tveir karlmenn voru dæmdir í fimm ára fangelsi fyrir að ræna úraverslunina Michelsen. Það var Héraðsdómur Reykjavíkur sem dæmdi mennina á föstudag. Þeir Grzegorz Marcin Nowak og Pawel Jerzy Podburaczynski, játuðu báðir aðild að úraráninu í Michelsen þegar málið var til meðferðar héraðsdóms í vor. Ránið var framið síðastliðið haust. Mennirnir fóru vopnaðir leikfangabyssum inn í úrabúðina og stálu úrum fyrir um 50 milljónir króna.

Alls voru fjórir menn grunaðir um aðild að málinu. Þegar hefur einn mannanna, Marcin Tomsz Lech, verið dæmdur fyrir aðild sína að ráninu. Hann fékk einnig fimm ára fangelsisdóm. Mennirnir hafa allir að auki verið dæmdir til að greiða Vátryggingafélagi Íslands 14 milljónir í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×