
Stuðningsgrein: Vill ekki vera forsetinn minn
Pólitískt er Ólafur Ragnar genginn í björg með fallistanum úr Seðlabankanum, sem nú dundar sér við að ausa lágkúru yfir landslýð af ritstjórnarskristofum Morgunblaðsins, kostaður af útgerðinni. Sameinast hafa þessir kumpánar í andstöðu sinni við Evrópubandalagið og hefur Ólafur Ragnar lýst því yfir að hann þurfi að standa vörðinn til að það mál nái ekki fram að ganga og því verði hann einungis forseti „Nei-takk" manna. Hann vill ekki vera forsetinn minn. Hann ætlar sér að breyta forsetaembættinu í pólitískt baráttutæki, sem getur aldrei sameinað þjóðina um eitt eða neitt.
Klappstýruhlutverkið
Það var ömurlegt að horfa upp á forseta Íslands gerast klappstýra útrásarvíkinga með slíkum undirlægjuhætti, að þeir gerviauðmenn gengu inn og út á Bessatöðum haldandi PR-boð með erlendum silkihúfum, sækjandi verðlaun og orður fyrir hina eða þessa kúluhugdettuna þannig að æðsta embætti þjóðarinnar var orðið að gólfmottu nýfrjálshyggjunnar.
Ice-safe ævintýri forsetans með 200 milljón króna þjóðaratkvæðagreiðslum í hvert skipti voru skelfileg. Forsetinn gumar af 90% samþykki þjóðarinnar í Ice-safe 1 kosningunni. Með 60% kosningaþátttöku gera 90% þó ekki meira en 54% atkvæðabærra manna, þannig að gaspur um samstöðu þjóðar er út í hött. Í Ice-safe 2 var ekki kosið um annað en það hvort verulega hagstæðir vaxtasamningar ættu að gilda eða ekki. Fjölda fólks var talið trú um að ef það felldi samninginn þá þyrfti Ísland ekkert að borga yfirleitt. Engin kosning fyrr né síðar hefur sýnt tilgangsleysi þess að setja flókin mál í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem múgsefjun gildir öðru fremur. Nú er ekki séð fyrir endann á því hvað þessi ömurlega vitleysa á eftir að kosta þjóðarbúið þar sem vaxtamál eru í lausu lofti, en þrotabú Landsbankans er langt komið að greiða skuldina sjálfa.
Í glórulausri Evrópuandstöðu gumar forsetinn, nú síðast í opinberri heimsókn í Tékklandi, af kostum íslensku krónunnar í uppbyggingarstarfinu eftir hrun. Það er rétt að í þessari stöðu er krónan gulli betri og ríkisstjórnin hefur náð umtalsverðum árangri í endurreisnarstarfinu umfram önnur kreppulönd. Allt byggist þetta á stórkostlegu gengisfalli krónunnar eftir hrun á kostnað almennings, sem engist nú í skuldafjötrum. Hefðum við haft Evru í stað krónu við fall bankanna þá hefði engin gengisfelling orðið og skuldir almennings hefðu ekki breyst um eina einustu krónu. Svo mikið um dýrðarsöngva forsetans um ágæti krónunnar. Við þetta má þó bæta að hágengisstefna vopnabróður hans í seðlabankanum fyrir hrun hefur læst milljarða króna í eigu útlendinga inni í hagkerfinu þannig að við búum við gjaldeyrishöft, sem fáir geta hjálpað okkur út úr nema Evrópusambandið. Með viðvarandi gjaldeyrishöft er varla von til þess að almennilegt uppbyggingarstarf geti hafist sem leysi þjóðina úr viðjum atvinnuleysis. Forsetinn og skoðanabræður hans hafa ekki einungis komið þjóðinni á kaldan klaka heldur ætla þeir að berjast fyrir því að þetta verði viðvarandi ástand.
Skítlegt eðli
Það rak allt almennilegt fólk í rogastans þegar forsetinn hóf kosningabaráttu sína með leðjukasti í átt að Þóru Arnórsdóttur, sem þá lá á barnssæng. Aðdróttanir og særandi ummæli voru ekki spöruð, þannig að menn spurðu sig hvers konar ástand var eiginlega komið á. Það hefði vissulega orðið slæmt ef Þóra hefði ekki svarað þessum óhróðri af einstöku æðruleysi og kurteisi, en stuðningsmenn hennar hafa þó spurt sig af hverju hún hjólaði ekki í karlinn. Skynsemi viðbragða hennar eru þó fullkomlega skýr, því forseta í skítkasti viljum við ekki hafa og lýsa viðbrögð hennar fullkominni virðingu fyrir þessu æðsta embætti þjóðarinnar. Annar mjög trausvekjandi frambjóðandi til forseta er vissulega Ari Trausti Guðmundsson. Það ber einungis að harma að hann virðist ekki ætla að taka þátt í þessari kosningabaráttu, væntanlega sakir hógværðar og þess að framboð hans var seint á ferð.
Ólafur Ragnar hefur á hinn bóginn glatað trausti flestra þeirra sem hafa skapað honum grundvöll til setu á forsetastóli undanfarin 16 ár. Hann er genginn í björg með fólki sem hingað til hafa alla jafna verið hans pólitísku andstæðingar. Ef skoðanakannanir ganga eftir eiga þessir nýju samherjar hans eftir að mynda nýja ríkisstjórn að ári og sitja þeir þá uppi með Ólaf. Einhver góður maður sagði að þar hæfði kjaftur skel.
Ný framtíð
Það liggur hins vegar í höndum kjósenda að skapa Íslandi nýja framtíð með ungri óspilltri glæsilegri konu sem forseta, sem gæti orðið lýsandi tákn þess að Íslendingar hristi af sér þessi gömlu innanmein hrunsins og sýni að þeir séu tilbúnir að ganga inn í þessa nýju framtíð með ferskt fólk í stafni. Þóra Arnórsdóttir er tilbúin til að vera forseti allra Íslendinga, en ekki að kljúfa þá í herðar niður í pólitískum deilum. Ég get a.m.k. ekki kosið mann sem vill ekki vera forsetinn minn.
Skoðun

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar

Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd?
Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar

Sameinumst – stétt með stétt
Sævar Jónsson skrifar

Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs
Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra?
Helga C Reynisdóttir skrifar

Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun
Björn Sævar Einarsson skrifar

Íþróttastarf fyrir alla
Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar

Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins
Meyvant Þórólfsson skrifar

Að verja friðinn
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

12 spor ríkisstjórnarinnar
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Færni í nýsköpun krefst þjálfunar
Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar

Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf
Edda Rut Björnsdóttir skrifar

Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru
Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Um Varasjóð VR
Flosi Eiríksson skrifar

Töfrakista tækifæranna
Hrefna Óskarsdóttir skrifar