Innlent

Heildarlöggjöf um loftslagsmál samþykkt

Heildstæð lög um losun lofttegunda taka á aðkallandi vanda og áhrifum hans.
fréttablaðið/vilhelm
Heildstæð lög um losun lofttegunda taka á aðkallandi vanda og áhrifum hans. fréttablaðið/vilhelm
Alþingi hefur samþykkt ný lög um losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta er fyrsta heildstæða löggjöf á sviði loftslagsmála hérlendis.

Á vef Umhverfisstofnunar segir að markmið lagasetningarinnar sé að meginstefnu tvíþætt; að setja heildarlöggjöf um loftslagsmál og gefa með því málaflokknum tilhlýðilegan gaum sem sjálfstæðum málaflokki meðal umhverfismála, og að leiða í lög reglur um viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir, sem er hluti af EES-samningnum. Þar er að hluta til um að ræða reglur sem þegar hafa verið lögleiddar á Íslandi og að hluta til reglur sem eru nýjar. Þetta felur í sér að Ísland getur nú haft tekjur af viðskiptakerfinu með því að selja þær losunarheimildir sem það fær úthlutað til uppboðs á almennum markaði.

Meðal nýmæla í lögunum er að fest er í lög skylda til að gera aðgerðaáætlun í loftslagsmálum, kostnaðarmeta hana og uppfæra með reglubundnum hætti. Eins er kveðið á um stofnun Loftslagssjóðs sem hefur það hlutverk að styðja við verkefni er stuðlað geta að samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi, meðal annars.

Gert er ráð fyrir því að sjóðurinn verði fjármagnaður með tekjum sem íslenska ríkið fær af uppboðum á losunarheimildum sem því verður úthlutað. - shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×