Innlent

Bubbi heimsækir bændur í Beint frá býli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Beint frá býli eru nýir þættir á Stöð 2 þar sem Bubbi Morthens og Gísli Berg sækja íslenska bændur heim og blása til tónlistarveislu í stofunni heima hjá þeim ásamt vinsælustu hljómsveitum landsins.

Hugmyndin að þáttnum kom frá Bubba, þar sem hann vildi halda tónleika í litlu rými. Þá helst í stofum heima hjá fólki. Þetta þróaðist útí það hann og Gísli föru á bóndabýli og kynntust aðeins bændum og daglegu lífi þeirra. Bændurnir sýsla margt annað meðfram bústörfum og fá áhorfendur Stöðvar 2 að kynnast því.

Tónlistin er 80% af þættinum. Bændurnir bjóða nánustu ættingjum og vinum á tónleikana, hingað til hafa ekki verið fleiri en 10 áhorfendur, enda ekki pláss fyrir fleiri.

Í fyrsta þætti heimsóttu þeir Bubbi og Gísli bóndann á Grjóteyri í Kjós ásamt Björgvini Halldórssyni. Þú getur séð brot úr fyrsta þætti með því að smella hér.

Fyrsti þátturinn er sýndur næsta laugardag á Stöð 2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×