Krónan á þunnum ís, 2. hluti Zack Vogel skrifar 5. september 2012 06:00 Brasilía og Kína hafa farið ólíkar leiðir í sínum gengismálum. Af því geta Íslendingar lært þó stærðarmunur hagkerfanna sé mikill. Argentína og Venesúela hafa lengi reynt að halda gjaldmiðlum sínum sterkari en sem svarar til jafnvægisgengis þeirra og hafa reynt að halda aftur af verðbólgu með miklum stjórnvaldsafskiptum án þess að grípa til gengisfellinga. Þessi barátta Suður-Ameríkuríkjanna tveggja hefur staðið lengi en mun án efa enda með greiðslufalli, gengisfellingum og óðaverðbólgu. Íslenska fjármála- og gjaldmiðilskreppan gekk hraðar fyrir sig og náði til mun færri þátta hagkerfisins en í Argentínu og Venesúela og landið ætti því ekki að þurfa að ganga í gegnum sömu reynslu og löndin tvö. En hafist Ísland ekkert að varðandi fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sinna mun það fylgja í fótspor Argentínu og Venesúela. Lítil lönd geta ekki haldið gjaldmiðli sínum sterkum yfir lengri tíma. Valið milli þess að halda krónunni eða að taka upp erlenda mynt kann að tengjast áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland getur ekki haldið krónunni og samtímis komist hjá takmörkunum á að- og frástreymi erlends fjármagns. Yrði reynt að halda krónunni og heimila jafnframt frjálst flæði fjármagns inn og úr landi myndi fyrirkomulagið magna upp bólur sem á endanum spryngju rétt eins og í október 2008. Íslensk stjórnvöld þurfa að ræða við EFTA og Evrópusambandið um aðferðir til að halda aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir nauðsynlegar takmarkanir á fjórfrelsinu þannig að Íslendingar geti áfram búið í haginn fyrir stöðugan hagvöxt og verðlagsstöðugleika og gengisstöðugleika. Markmið viðræðna af hálfu Íslendinga ætti að vera að halda krónunni og aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Samandregið felast tillögur mínar í allmörgum þáttum. Hægt er að vinna að sumum þáttunum samtímis. Í fyrsta lagi þurfa íslensk stjórnvöld að setja upp nefnd sem setur fram gengisstefnu og hefur tæki til að halda gengi krónunnar veikara en jafnvægisgengi segir til um. Í öðru lagi ætti að leyfa erlendum fjárfestum að fara hægt og bítandi út úr hagkerfinu jafnframt því sem ströng skilyrði yrðu sett fyrir innflæði fjármagns. Í þriðja lagi þarf að ræða við EFTA og Evrópusambandið um áframhaldandi aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir takmarkanir á fjármagnsflæði til og frá landinu. Í fjórða lagi ættu íslensk stjórnvöld að halda áfram hinu hægfara umsóknarferli að Evrópusambandinu og að Myntbandalagi Evrópu. Það yrði Íslendingum ekki til góðs að taka upp þjóðargjaldmiðla landa á borð við Kanada eða Bandaríkjanna vegna þess að peningamálaaðgerðir og gjaldmiðlapólitískar aðgerðir þessara landa munu aldrei taka mið af þörfum eða vandamálum Íslands. Ef allt færi á besta veg yrði staðan sú að búið væri að ná tökum á stjórn krónunnar og gengi hennar væri nægjanlega veikt til að forða hættu á miklum gengisfellingum löngu áður en það væri kominn tími til þess fyrir Ísland að taka upp evru. Þetta myndi krefjast talsverðra fórna þegar til skamms tíma er litið. Hugsanlega þarf að veikja krónuna talsvert og berjast við verðbólgu með auknum hagvexti til að forðast vaxtahækkanir. Hvort tveggja kynni að auðvelda að koma íslenska hagkerfinu á braut sjálfbærs hagvaxtar. Besta stefnumörkunin fyrir Ísland virðist vera að undirbúa sig vel undir að geta tekið upp evru. Ef vel yrði unnið að slíkri stefnumörkun gæti það verið besti undirbúningur þess að þurfa ekki að ganga alla þá leið. Þó það kunni að virðast ólíklegt nú, þá gæti til þess komið að upptaka evru yrði til þess að Ísland yrði fórnarlamb lánaþenslu og gæti ekki losað sig úr þeirri klemmu. Þetta er staðan í Grikklandi nú. Sagan segir þó að það að halda sér við krónuna feli í sér áhættu. Vel upplýstur Seðlabanki getur dregið úr hættu á sveiflum í verðmæti krónunnar. En ekki er hægt að koma að fullu í veg fyrir slíka atburði. Af tilviljun kom skýrsla Seðlabankans um „Varúðarreglur eftir fjármagnshöft" út sama dag og ég setti þessar línur á blað. Ég mun lesa enska útgáfu skýrslunnar um leið og hún liggur fyrir en þeir punktar sem ég hef séð benda til að þessar reglur ættu að styrkja og styðja nýja og bætta krónu. Nú er rétt að halda krónunni, halda augunum á veginum og vonast til að þurfa ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að setja stjórntækin í hendur annarra. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við Viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ýtarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Sjá meira
Brasilía og Kína hafa farið ólíkar leiðir í sínum gengismálum. Af því geta Íslendingar lært þó stærðarmunur hagkerfanna sé mikill. Argentína og Venesúela hafa lengi reynt að halda gjaldmiðlum sínum sterkari en sem svarar til jafnvægisgengis þeirra og hafa reynt að halda aftur af verðbólgu með miklum stjórnvaldsafskiptum án þess að grípa til gengisfellinga. Þessi barátta Suður-Ameríkuríkjanna tveggja hefur staðið lengi en mun án efa enda með greiðslufalli, gengisfellingum og óðaverðbólgu. Íslenska fjármála- og gjaldmiðilskreppan gekk hraðar fyrir sig og náði til mun færri þátta hagkerfisins en í Argentínu og Venesúela og landið ætti því ekki að þurfa að ganga í gegnum sömu reynslu og löndin tvö. En hafist Ísland ekkert að varðandi fyrirkomulag gjaldmiðilsmála sinna mun það fylgja í fótspor Argentínu og Venesúela. Lítil lönd geta ekki haldið gjaldmiðli sínum sterkum yfir lengri tíma. Valið milli þess að halda krónunni eða að taka upp erlenda mynt kann að tengjast áframhaldandi aðild Íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Ísland getur ekki haldið krónunni og samtímis komist hjá takmörkunum á að- og frástreymi erlends fjármagns. Yrði reynt að halda krónunni og heimila jafnframt frjálst flæði fjármagns inn og úr landi myndi fyrirkomulagið magna upp bólur sem á endanum spryngju rétt eins og í október 2008. Íslensk stjórnvöld þurfa að ræða við EFTA og Evrópusambandið um aðferðir til að halda aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir nauðsynlegar takmarkanir á fjórfrelsinu þannig að Íslendingar geti áfram búið í haginn fyrir stöðugan hagvöxt og verðlagsstöðugleika og gengisstöðugleika. Markmið viðræðna af hálfu Íslendinga ætti að vera að halda krónunni og aðildinni að Evrópska efnahagssvæðinu. Samandregið felast tillögur mínar í allmörgum þáttum. Hægt er að vinna að sumum þáttunum samtímis. Í fyrsta lagi þurfa íslensk stjórnvöld að setja upp nefnd sem setur fram gengisstefnu og hefur tæki til að halda gengi krónunnar veikara en jafnvægisgengi segir til um. Í öðru lagi ætti að leyfa erlendum fjárfestum að fara hægt og bítandi út úr hagkerfinu jafnframt því sem ströng skilyrði yrðu sett fyrir innflæði fjármagns. Í þriðja lagi þarf að ræða við EFTA og Evrópusambandið um áframhaldandi aðild landsins að Evrópska efnahagssvæðinu þrátt fyrir takmarkanir á fjármagnsflæði til og frá landinu. Í fjórða lagi ættu íslensk stjórnvöld að halda áfram hinu hægfara umsóknarferli að Evrópusambandinu og að Myntbandalagi Evrópu. Það yrði Íslendingum ekki til góðs að taka upp þjóðargjaldmiðla landa á borð við Kanada eða Bandaríkjanna vegna þess að peningamálaaðgerðir og gjaldmiðlapólitískar aðgerðir þessara landa munu aldrei taka mið af þörfum eða vandamálum Íslands. Ef allt færi á besta veg yrði staðan sú að búið væri að ná tökum á stjórn krónunnar og gengi hennar væri nægjanlega veikt til að forða hættu á miklum gengisfellingum löngu áður en það væri kominn tími til þess fyrir Ísland að taka upp evru. Þetta myndi krefjast talsverðra fórna þegar til skamms tíma er litið. Hugsanlega þarf að veikja krónuna talsvert og berjast við verðbólgu með auknum hagvexti til að forðast vaxtahækkanir. Hvort tveggja kynni að auðvelda að koma íslenska hagkerfinu á braut sjálfbærs hagvaxtar. Besta stefnumörkunin fyrir Ísland virðist vera að undirbúa sig vel undir að geta tekið upp evru. Ef vel yrði unnið að slíkri stefnumörkun gæti það verið besti undirbúningur þess að þurfa ekki að ganga alla þá leið. Þó það kunni að virðast ólíklegt nú, þá gæti til þess komið að upptaka evru yrði til þess að Ísland yrði fórnarlamb lánaþenslu og gæti ekki losað sig úr þeirri klemmu. Þetta er staðan í Grikklandi nú. Sagan segir þó að það að halda sér við krónuna feli í sér áhættu. Vel upplýstur Seðlabanki getur dregið úr hættu á sveiflum í verðmæti krónunnar. En ekki er hægt að koma að fullu í veg fyrir slíka atburði. Af tilviljun kom skýrsla Seðlabankans um „Varúðarreglur eftir fjármagnshöft" út sama dag og ég setti þessar línur á blað. Ég mun lesa enska útgáfu skýrslunnar um leið og hún liggur fyrir en þeir punktar sem ég hef séð benda til að þessar reglur ættu að styrkja og styðja nýja og bætta krónu. Nú er rétt að halda krónunni, halda augunum á veginum og vonast til að þurfa ekki undir neinum kringumstæðum að þurfa að setja stjórntækin í hendur annarra. Zack Vogel keypti og seldi skuldatryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir Morgan Stanley og Deutsche Bank. Hann vinnur nú að því að greina viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikklands og annarra kreppuhrjáðra landa við fjármálakreppum, nýjum og gömlum. Hann er lektor við Viðskiptafræðideild Skidmore College í Saratoga Springs, New York. Námskeið Vogels um Global Credit Crisis mun fjalla ýtarlega um valkosti þá sem Ísland stendur frammi fyrir á gjaldmiðilssviðinu.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar