Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar 25. nóvember 2024 14:42 Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur vilja selja eigur ríkisins. Formaður Viðreisnar sagði í nýlegu viðtali að hún vilji selja fjármálafyrirtæki, lönd, fasteignir, lóðir „og svo framvegis“. 1 Lítil umræða hefur verið í yfirstandandi kosningabaráttu um þessi tilteknu atriði þrátt fyrir að vera mál sem snertir alla Íslendinga. Stjórnmálaflokkarnir tveir segjast vilja nota skammtímahagnaðinn til innviðauppbyggingar, en getur verið að þjóðin tapi á því til langs tíma? Ef hlutdeild ríkisins í arðgreiðslum bankanna er skoðuð síðustu 10 ár sést að Íslandsbanki og Landsbankinn hafa greitt rúmlega 255 milljarða króna beint til ríkissjóðs. Einungis lítill hluti þeirrar upphæðar hefði runnið til þjóðarinnar ef bankar hefðu greitt arð alfarið til einkaaðila og ríkið því orðið af gífurlegum fjárhæðum. Þetta gerir rúmlega 25 milljarða á ári að meðaltali og það þrátt fyrir að enginn arður hafi verið greiddur út árið 2020 vegna COVID. Við sölu á 57,5% hlut í Íslandsbanka hlaut ríkissjóður um 108 milljarða samanlagt, en þá upphæð hefðu bankarnir greitt ríkinu í arð á aðeins rúmum fjórum árum ef arðgreiðslur héldust stöðugar og enginn hluti bankanna hefði verið seldur. Þeir sömu tveir flokkar og vilja selja ríkiseignir til fjársterkra aðila hafa hvað mest verið á móti hækkun fjármagnstekjuskatts, sem nú er 22%. Ef við á Íslandi lítum til Skandinavíu til samanburðar á velferðarkerfi og innviðum sem virka hlýtur að sama skapi mega líta til fjármagnstekjuskatts. Í Svíþjóð er hann 30%, Noregi 37,8% og í Danmörku þrepaskiptur 27-42%. Ef fjármagna á velferðarkerfi fyrir alla þjóðfélagsþegna þarf að greiða fyrir það. Vissulega má nota skammtímahagnað af sölu banka til að fjármagna heilbrigðiskerfið eða greiða niður skuldir, en það sama hlýtur að gilda um arðgreiðslur sem renna beint inn í ríkissjóð. Viðreisn segist ekki vilja selja Landsvirkjun, væntanlega að hluta til vegna þess að þar fer fram afar arðbær starfsemi sem greiðir arð beint inn í ríkissjóð á hverju ári. Landsvirkjun greiddi ríkissjóði 30 milljarða í arð 2024, eða álíka mikið og samanlagðar arðgreiðslur Landsbankans og Íslandsbanka til eigenda sinna á þessu ári. Að sama skapi vilja þessir sömu flokkar frjálsa sölu áfengis, en rannsóknir hafa ítrekað sýnt fram á aukna neyslu samhliða frjálsri sölu. Þrátt fyrir einokunarverslun ríkisins hefur lýðheilsu þjóðarinnar hrakað með aukinni neyslu áfengis, til að mynda með sjöfaldri aukningu á áfengistengdum lifrarsjúkdómum frá aldamótum. Loforð um forvarnastarfsemi eftir að salan hefur verið gefin frjáls eru innantóm og mótsagnakennd. Ljóst er að tekjur ríkisins munu minnka við þessa breytingu samhliða auknum kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið. 2 Lóðir, lönd, fasteignir „og svo framvegis“ eru einnig til sölu með von um skjótfenginn gróða. Ísland er ríkt af auðlindum sem margar hverjar munu verða enn verðmætari í framtíðinni og land sem er selt úr höndum þjóðarinnar mun líklegast aldrei rata þangað aftur. Það þarf að fara fram umræða í þjóðfélaginu um hvað á að selja og í hvaða tilgangi. Það er margt sem er óljóst við fyrirhugaða sölu á eignum almennings. Það hlýtur að vera sanngjörn krafa að þeir sem tala fyrir sölu sýni fram á hvernig það geti verið hagstæðara fyrir almenning í landinu til lengri tíma litið. Það eru ekki einungis kjósendur 2024 sem eiga hagsmuna að gæta við sölu lands og eigna, heldur líka komandi kynslóðir. Í ljósi sögunnar þarf að fara varlega. Það er ekki langt síðan bankar í ríkiseigu voru seldir með skelfilegum afleiðingum fyrir flesta landsmenn á meðan aðrir högnuðust gífurlega, þar á meðal formenn þeirra flokka sem nú vilja selja allt á nýjan leik. 3 Höfundur er læknir og er ekki í framboði.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun