Fannst látin í skógarlundi 5. september 2012 04:00 Hennar hefur verið ákaft leitað eftir að hún hvarf í Ósló fyrir mánuði.Mynd/Norska lögreglan Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira
Lögreglan í Noregi staðfesti í gær að lík, sem fannst á mánudagskvöld í bænum Kolbotn, væri af Sigrid Giskegjerde Schjetne, sextán ára stúlku sem leitað hefur verið að í mánuð. Tveir menn hafa verið handteknir. Annar þeirra er 64 ára og hefur ekki áður komið við sögu hjá lögreglunni. Hinn er 37 ára og hefur áður verið dæmdur fyrir gróf ofbeldisbrot gegn konu sem hann réðst á með járnstöng að vopni. Hann hafði einnig fengið á sig nálgunarbann gagnvart lögreglumanni og fjölskyldu hans. Báðir neituðu þeir sök í málinu en voru yfirheyrðir fram á kvöld. Þeir eru sagði góðir vinir. Schjetne hafði ekki sést síðan hún hugðist ganga heim til sín frá vinkonu sinni um miðnætti laugardagskvöldið 4. ágúst. Það átti ekki að vera nema hálftíma gangur heim til hennar. Hún hafði farið með félögum sínum á fótboltaleik fyrr um kvöldið, en það síðasta sem spurðist til hennar var þegar SMS-skilaboð bárust úr síma hennar til vinkonunnar þegar klukkan var fimmtán mínútur gengin í eitt. Um það bil klukkustund síðar fundu tveir drengir símann hennar, einn skó og sokka á leikskólalóð skammt frá heimili hennar. Líkið af henni fannst í skóglendi við bæinn Kolbotn í Noregi í um það bil 17 kílómetra fjarlægð frá staðnum þar sem hún hvarf mánuði fyrr. Hinir grunuðu voru handteknir í iðnaðarhverfi skammt frá þeim stað þar sem líkið fannst. Eldri maðurinn rekur bílaverkstæði þar. Lögreglan leitaði í gær bæði á verkstæðinu og á heimili hans. Lögreglan vildi ekki upplýsa strax um dánarorsök stúlkunnar né heldur hve lengið líkið af henni hefði legið þar sem það fannst í fyrrinótt. „Við getum ekki farið út í smáatriði krufningarskýrslunnar, og þess vegna getum við ekkert sagt um dánarorsökina, hve lengi hún hefur verið látin eða hvaða meiðsli hún er með," sagði Hanne Kristin Rohde hjá norsku rannsóknarlögreglunni á blaðamannafundi sem efnt var til í gær. Samkvæmt heimildum norska ríkisútvarpsins telur lögreglan að annar mannanna hafi þekkt til stúlkunnaar. Lögreglan segir rannsókn málsins á viðkvæmu stigi en búast megi við frekari upplýsingum næstu daga eftir því sem rannsókninni vindur fram. Hvarf hennar vakti mikla athygli í Noregi og hafa fjölmiðlar þar fylgst grannt með þróun málsins. Harmleikur fjölskyldunnar þótti meiri vegna þess að átján ára náfrændi hennar, Fredrik Lund Schjetne, var meðal þeirra ungmenna sem Anders Behring Breivik myrti í Útey í júlí á síðasta ári. Á vefsíðu norska ríkisútvarpsins er haft eftir Harald Stabell, lögmanni foreldra stúlkunnar, að óvissan hafi verið þeim erfið. Auk fjölmenns lögregluliðs hafa hundruð sjálfboðaliða tekið þátt í leitinni að Sigrid á hverjum einasta degi síðustu vikurnar. gudsteinn@frettabladid.is
Noregur Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Innlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Sjá meira