Armstrong var foringinn í Öskju Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2012 19:15 Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það." Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Íslenskur fréttamaður, sem fyrir 45 árum fylgdist með Neil Armstrong æfa sig í Öskju fyrir tunglferðina, segir að þótt hann hafi verið hógvær og lítillátur hafi hann verið foringinn í hópnum. Bandarísku geimfararnir skelltu sér meðal annars á sveitaball í Mývatnssveit. Landslagið í Öskju þótti nægilega framandi og ógnvekjandi til að þjálfa geimfarana andlega undir tunglgöngu og kannski hjálpaði það Neil Armstrong að hafa setið á brún Vítis tveimur árum fyrr þegar honum tókst með snarræði á síðustu stundu að afstýra tunglferjunni frá því að lenda oní álíka gíg á tunglinu. Þarna á hálendi Íslands fóru geimfararnir í langar gönguferðir með jarðfræðingunum Sigurði Þórarinssyni og Guðmundi Sigvaldasyni og íslenskir blaðamenn skrásettu söguna, eins og Árni Gunnarsson, Kári Jónasson og Óli Tynes. Árni var á þessum tíma fréttamaður Ríkisútvarpsins og þegar við heimsóttum hann á Selfossi í dag mundi hann vel eftir þessum júlídögum árið 1967. „Þetta voru ákaflega elskulegir menn og Neil Armstrong alveg sérstaklega," segir Árni þegar hann rifjar upp kynni sín af geimfaranum í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Hann var hógvær og fór hægt um, ef ég má orða það þannig, og var foringi þeirra, að því er mér fannst, og þeir fylgdu honum eftir hvert sem hann fór." Og geimfararnir gerðu fleira en æfa tunglgöngur. „Þeir fóru á sveitaball og þeir fengu að veiða í Laxá, sem var nú ekkert smáævintýri fyrir þá." Sumt hafa menn ekki haft hátt um til þessa og við spurðum Árna hvort það væri rétt að íslenskir blaðamenn hefðu hjálpað til við að útvega geimförunum brennivín. „Það er best að tala sem minnst um það," svarar Árni og hlær. „En það var vissulega gert. Þeim var útvegað áfengi. En það var ekki að sjá að þeir neyttu þess í neinu óhófi. Þetta voru mjög passasamir menn."Bjarni Benediktsson forsætisráðherra lék á alls oddi þegar hann hitti Neil Armstrong og félaga í Herðubreiðarlindum.Mynd/Sverrir Pálsson.Forsætisráðherrann Bjarni Benediktsson flaug sérstaklega inn í Herðabreiðarlindir til heilsa upp á Neil Armstrong og félaga. „Það þótti þeim gaman. Og það var virkilega gaman að sjá Bjarna þarna því hann var svo kátur og glaður og lék á alls oddi. Fyrir okkur var þetta mjög skemmtileg upplifun og gaman að hitta þessa menn." En gátu íslensku blaðamennirnir á þessum tíma ímyndað sér að þarna í hópnum væri maður sem tveimur árum síðar ætti eftir að komast á spjöld sögunnar sem sá fyrsti sem steig fæti á tunglið? „Nei. Ég held að mér hafi til dæmis þótt það afskaplega ótrúlegt. Og ég hefði látið segja mér það tvisvar eða þrisvar að Armstrong ætti eftir að ganga á yfirborði tunglsins. En hann gerði það."
Tengdar fréttir Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball "Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. NASA stóð fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari 26. ágúst 2012 01:15