Neil veiddi í Mývatnssveit og fór á sveitaball Kristján Már Unnarsson skrifar 26. ágúst 2012 01:15 Neil Armstrong á bökkum Laxár í Mývatnssveit í júlímánuði árið 1967. Mynd/Sverrir Pálsson, Akureyri. „Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. Sem hluta af Apollo-áætluninni stóð NASA fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari leiðangrinum en meðal geimfara í þeim fyrri var Buzz Aldrin, sem lenti með Armstrong á tunglinu í júlí 1969 og varð annar í röðinni til að stíga þar fæti.Geimfararnir ganga um landslagið við Öskju, sem átti að vera þeim álíka framandi og tunglið.Mynd/Sverrir Pálsson.Sverrir Pálsson veitti Vísi og Stöð 2 góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar sem hér fylgja en hann fór með Óla Tynes, þá blaðamanni Morgunblaðsins, til að fjalla um og skrásetja heimsókn bandarísku geimfaranna í Þingeyjarsýslur í júlímánuði 1967. Það var tveimur árum áður en Armstrong tók skrefið risastóra á tunglinu í þágu alls mannkyns.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flaug í Herðubreiðarlindir með bandaríska sendiherranum til að hitta geimfarana. Armstrong er til vinstri við Bjarna.Mynd/Sverrir Pálsson.Myndirnar sýna meðal annars geimfarana við æfingar í íslensku landslagi, í fylgd jarðfræðinganna Sigurðar Þórarinssonar og Guðmundar Sigvaldasonar. Einnig sést Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum og Armstrong við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu við Helluvað skammt neðan Mývatns ásamt nokkrum félögum sínum. Að silungsveiðinni lokinni fóru geimfararnir á sveitaball í félagsheimilinu Skjólbrekku, að því er fram kemur í bók Sigurðar Boga Sævarssonar blaðamanns, Fólk og fréttir, sem út kom fyrir tveimur árum. Þar segir einnig frá því hvernig íslenskir blaðamenn notuðu dulmál til að útvega geimförunum íslenskt brennivín og vodka úr ríkinu á Akureyri svo lítið bæri á með aðstoð Guðmundar Jónassonar rútubílstjóra.Eftir silungsveiðina fóru geimfararnir á sveitaball í Skjólbrekku. Neil Armstrong er til hægri,Mynd/Sverrir Pálsson.Efnt var til sérstakrar sýningar á Húsavík í fyrrasumar um tunglæfingar NASA á Íslandi en fyrir henni stóð Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelhaldari á Hótel Húsavíkurhöfða. Veiðigræjur Armstrongs úr Laxá voru þar meðal sýningargripa, auk fjölda ljósmynda. Fyrirhugað er að setja sýninguna upp að nýju í Keflavík í vetur, að sögn Örlygs Hnefils. Sverrir Pálsson ljósmyndari segir að tilgangur æfinganna á Íslandi hafi einkum verið sá að þjálfa þá í að upplifa ókunnar slóðir og kenna þeim jarðfræði. Þeir gistu í Drekagili við Öskju, flestir sváfu í tjöldum en sumir völdu að sofa í svefnpoka undir berum himni enda var einstök veðurblíða norðanlands meðan á heimsókninni stóð, að sögn Sverris.Nautagil við Öskju hlaut nafnið vegna „astronauta". Guðmundur Sigvaldason og Sigurður Þórarinsson með geimförunum sumarið 1967.Mynd/Sverrir Pálsson.Eitt örnefni varð til á Íslandi vegna bandarísku geimfaranna. Það er Nautagil, skammt sunnan Drekagils. Ekki er vitað til þess að naut hafi þangað komið heldur er gilið kennt við "astronaut" og er Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagður höfundur nafnsins.Tjaldbúðir geimfaranna voru í Drekagili.Mynd/Sverrir Pálsson.Nýjustu gígarnir í Öskju, sem mynduðust í eldgosinu 1961, voru ennþá heitir þegar geimfararnir könnuðu þá sumarið 1967.Neil Armstrong við Helluvað.Mynd/Sverrir Pálsson.Neil Armstrong sést hér í nestispásu í Öskju ásamt Sigurði Þórarinssyni, Guðmundi Sigvaldasyni og fleirum.Mynd/Sverrir Pálsson. Tengdar fréttir Neil Armstrong er látinn Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar. 25. ágúst 2012 19:58 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
„Hann var frekar hlédrægur maður og lét lítið yfir sér, kurteis og elskulegur mjög," sagði Sverrir Pálsson, ljósmyndari á Akureyri, um Neil Armstrong, en Sverrir hitti geimfarann á Íslandi sumarið 1967. Sverrir tók þá fjölda ljósmynda sem nú eru orðnar ómetanlegar heimildir um æfingar geimfara NASA í Öskju og Dyngjufjöllum fyrir tunglferðirnar heimssögulegu. Sem hluta af Apollo-áætluninni stóð NASA fyrir tveimur leiðöngrum til Íslands, sá fyrri var árið 1965 og sá seinni 1967. Armstrong var í síðari leiðangrinum en meðal geimfara í þeim fyrri var Buzz Aldrin, sem lenti með Armstrong á tunglinu í júlí 1969 og varð annar í röðinni til að stíga þar fæti.Geimfararnir ganga um landslagið við Öskju, sem átti að vera þeim álíka framandi og tunglið.Mynd/Sverrir Pálsson.Sverrir Pálsson veitti Vísi og Stöð 2 góðfúslegt leyfi til að birta myndirnar sem hér fylgja en hann fór með Óla Tynes, þá blaðamanni Morgunblaðsins, til að fjalla um og skrásetja heimsókn bandarísku geimfaranna í Þingeyjarsýslur í júlímánuði 1967. Það var tveimur árum áður en Armstrong tók skrefið risastóra á tunglinu í þágu alls mannkyns.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flaug í Herðubreiðarlindir með bandaríska sendiherranum til að hitta geimfarana. Armstrong er til vinstri við Bjarna.Mynd/Sverrir Pálsson.Myndirnar sýna meðal annars geimfarana við æfingar í íslensku landslagi, í fylgd jarðfræðinganna Sigurðar Þórarinssonar og Guðmundar Sigvaldasonar. Einnig sést Neil Armstrong með Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra í Herðubreiðarlindum og Armstrong við veiðar í Laxá í Þingeyjarsýslu við Helluvað skammt neðan Mývatns ásamt nokkrum félögum sínum. Að silungsveiðinni lokinni fóru geimfararnir á sveitaball í félagsheimilinu Skjólbrekku, að því er fram kemur í bók Sigurðar Boga Sævarssonar blaðamanns, Fólk og fréttir, sem út kom fyrir tveimur árum. Þar segir einnig frá því hvernig íslenskir blaðamenn notuðu dulmál til að útvega geimförunum íslenskt brennivín og vodka úr ríkinu á Akureyri svo lítið bæri á með aðstoð Guðmundar Jónassonar rútubílstjóra.Eftir silungsveiðina fóru geimfararnir á sveitaball í Skjólbrekku. Neil Armstrong er til hægri,Mynd/Sverrir Pálsson.Efnt var til sérstakrar sýningar á Húsavík í fyrrasumar um tunglæfingar NASA á Íslandi en fyrir henni stóð Örlygur Hnefill Örlygsson, hótelhaldari á Hótel Húsavíkurhöfða. Veiðigræjur Armstrongs úr Laxá voru þar meðal sýningargripa, auk fjölda ljósmynda. Fyrirhugað er að setja sýninguna upp að nýju í Keflavík í vetur, að sögn Örlygs Hnefils. Sverrir Pálsson ljósmyndari segir að tilgangur æfinganna á Íslandi hafi einkum verið sá að þjálfa þá í að upplifa ókunnar slóðir og kenna þeim jarðfræði. Þeir gistu í Drekagili við Öskju, flestir sváfu í tjöldum en sumir völdu að sofa í svefnpoka undir berum himni enda var einstök veðurblíða norðanlands meðan á heimsókninni stóð, að sögn Sverris.Nautagil við Öskju hlaut nafnið vegna „astronauta". Guðmundur Sigvaldason og Sigurður Þórarinsson með geimförunum sumarið 1967.Mynd/Sverrir Pálsson.Eitt örnefni varð til á Íslandi vegna bandarísku geimfaranna. Það er Nautagil, skammt sunnan Drekagils. Ekki er vitað til þess að naut hafi þangað komið heldur er gilið kennt við "astronaut" og er Sigurður Þórarinsson jarðfræðingur sagður höfundur nafnsins.Tjaldbúðir geimfaranna voru í Drekagili.Mynd/Sverrir Pálsson.Nýjustu gígarnir í Öskju, sem mynduðust í eldgosinu 1961, voru ennþá heitir þegar geimfararnir könnuðu þá sumarið 1967.Neil Armstrong við Helluvað.Mynd/Sverrir Pálsson.Neil Armstrong sést hér í nestispásu í Öskju ásamt Sigurði Þórarinssyni, Guðmundi Sigvaldasyni og fleirum.Mynd/Sverrir Pálsson.
Tengdar fréttir Neil Armstrong er látinn Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar. 25. ágúst 2012 19:58 Mest lesið Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Fleiri fréttir Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni Sjá meira
Neil Armstrong er látinn Neil Armstrong, geimfarinn sem fyrstur steig fæti á tunglið, er látinn 82 ára að aldri. Fjölskylda hans segir hann hafa látist í kjölfar hjartaaðgerðar sem hann gekkst undir fyrr í þessum mánuði til að opna stíflaðar kransæðar. 25. ágúst 2012 19:58