Fjallað er um íslensku forsetakosningarnar á forsíðu fréttamiðilsins BBC. Þar er því slegið fram að Ólafur eigi fyrir höndum fimmta kjörtímabilið á Bessastöðum og að Þóra hafi þegar lýst sig sigraða.
Sömuleiðis er fjallað um kosningarnar í fréttum AFP fréttaveitunnar, Bangkok post og fjölmiðlum á Nýja Sjálandi. Í fréttunum er fjallað um sigur Ólafs Ragnars þó að enn hafi ekki öll atkvæði verið talin.
Innlent