Innlent

Eiríkur Ingi maður ársins á Bylgjunni

Eiríkur Ingi Jóhannsson er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar. Myndin er skjáskot úr einstöku viðtali Kastljóss við Eirík fyrr á árinu.
Eiríkur Ingi Jóhannsson er maður ársins að mati hlustenda Bylgjunnar. Myndin er skjáskot úr einstöku viðtali Kastljóss við Eirík fyrr á árinu.
Eiríkur Ingi Jóhannsson, sjómaður sem komst af eftir hryllilegan sjóskaða fyrr á árinu, er maður ársins á Bylgjunni árið 2012. Kosning fór fram bæði á Vísir.is sem og á Bylgjunni þar sem hlustendur hringdu inn og greiddu atkvæði sitt. Eiríkur Ingi fór með afgerandi sigur í kosningunni.

Alls voru tíu tilnefndir.

Eiríkur Ingi Jóhannsson vann mikið þrekvirki þegar hann komst lífs af frá sjóslysinu í Noregi í lok janúar. Hann var í þrjá og hálfan klukkutíma í sjónum í miklum öldugangi. Hann var einn fjögurra sem var um borð í Hallgrími SI-77 þegar skipið sökk á skömmum tíma. Eiríkur var sá eini sem komst lífs af, en þegar honum var bjargað hélt hann í tóma olíutunnu auk þess sem hann var í flotbúning.

Þeir sem létust í slysinu voru þeir Gísli Garðarsson, Einar G. Gunnarsson og Magnús Þórarinn Daníelsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×