Kveðja frá Hinsegin dögum Þorvaldur Kristinsson skrifar 10. ágúst 2012 06:00 Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virðingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þátturinn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannréttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðning á liðnum árum og bjóðum bæði Íslendinga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Hinsegin dagar í Reykjavík eru nú haldnir í fjórtánda sinn. Frá því að vera lítil eins dags hátíð sem fimmtán hundruð gestir sóttu, hefur hátíðin vaxið og dafnað með hverju ári og er núna litrík sex daga hátíð sem 80–90 þúsund manns sækja. Hinsegin dagar hafa ótrúlega þýðingu fyrir samkynhneigða, tvíkynhneigða og transfólk á Íslandi. Hátíðin hefur eflt fólki kjark og verið því vettvangur til að standa stolt frammi fyrir samborgurum sínum. Hinsegin dagar eru staðfesting þess að samstaðan færir okkur djörfung og virðingu þegar rétt er á málum haldið. En hátíðin hefur ekki eingöngu verið hinsegin fólki ávinningur í baráttu þess. Hinsegin dagar eru einn litríkasti þátturinn í menningarlífi Reykvíkinga og njóta meiri vinsælda en flestir aðrir viðburðir á Íslandi. Viðurkenningin sem þjóðin sýnir með þátttöku sinni, gleði og stuðningi er stærsta inneign Hinsegin daga. Hátíð Hinsegin daga í ár stendur í sex daga. Þessa daga leggjum við okkur fram um að miðla menningu hinsegin fólks, til skemmtunar, til fróðleiks, til íhugunar og ekki síst til að brýna fyrir sjálfum okkur og þjóð okkar að öll berum við ábyrgð hvert á öðru, að barátta hinsegin fólks fyrir mannvirðingu og mannréttindum er ekki einkamál þeirra sem í hlut eiga heldur varðar hún alla Íslendinga. Ekki síður er mikilvægt að muna það á hátíð Hinsegin daga að málstaður mannréttinda er ekkert einkamál þjóða. Á liðnum árum hafa Hinsegin dagar reglulega boðið til sín gestum frá ríkjum þar sem hinsegin fólk á í vök að verjast, þiggja fræðslu, hlusta, nema, og gefa gestunum stundum góð ráð. Þá hafa Hinsegin dagar lagt drjúgan skerf af mörkum til að mótmæla misrétti og mannréttindabrotum um allan heim. Því að málstaður mannréttinda þekkir engin landamæri. Við þökkum þjóðinni ómetanlegan stuðning á liðnum árum og bjóðum bæði Íslendinga og erlenda gesti velkomna á fjórtándu Hinsegin daga í Reykjavík sem ná hámarki með gleðigöngunni laugardaginn 11. ágúst.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar