Icelandic Group kaupir fyrirtæki í Belgíu Magnús Halldórsson skrifar 5. október 2012 13:43 Lárs Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum." Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Icelandic Group hefur fest kaup á belgíska fiskvinnslufyrirtækinu Gadus. Fyrirtækið sérhæfir sig í vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum, einkum laxi og þorski, en um þriðjungur af hráefni félagsins kemur frá Íslandi. Meðal viðskiptavina félagsins eru nokkrar af helstu smásölukeðjum í Belgíu en Gadus er annað stærsta fyrirtækið í sölu á ferskum fiskafurðum í landinu. Ársvelta Gadus nemur um rúmum 11 milljörðum króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandic Group. Lárus Ásgeirsson, forstjóri Icelandic Group, segir kaupin vera í samræmi við þá stefnu sem hefur verið mörkuð innan fyrirtækisins. „Kaupin á Gadus eru í samræmi við þær áherslur sem við höfum lagt upp með í rekstri Icelandic Group til framtíðar. Gadus hefur sterka stöðu fyrir kældar og ferskar sjávarafurðir á sínum heimamarkaði og rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðugur og góður í mörg ár. Með kaupunum erum við að efla þann hluta rekstrar Icelandic Group sem snýr að vinnslu og sölu á ferskum og kældum sjávarafurðum í samstarfi við smásölukeðjur, en sá þáttur starfseminnar hefur gengið einna best á undanförnum árum. Við sjáum mikla möguleika til að efla Gadus enn frekar og ná fram samlegð með öðrum félögum innan samstæðunnar." Gadus var stofnað árið 1990 og hefur frá upphafi lagt áherslu á að þjónusta smásölumarkaðinn. Markaðsstaða fyrirtækisins er sterk en fyrirtækið, sem er staðsett í hafnarbænum Nieuwpoort, er með dreifikerfi um alla Belgíu, mjög vel tækjum búið og leggur áherslu á umhverfisvottaðar afurðir. Meðal viðskiptavina eru helstu smásölukeðjur í Evrópu og hefur rekstur félagsins gengið vel og velta aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Miguel De Bruykere, forstjóri Gadus, segir í tilkynningu að kaupin muni ekki fela í sér breytingu fyrir starfsemi Gadus. Fyrirtækið muni áfram kappkosta að vinna sem best fyrir viðskiptavinina. „Gadus mun áfram þjóna viðskiptavinum sínum af kostgæfni og leggja jafnframt áherslu á góða vöru og traustan rekstur. Ég er sannfærður um að nú sé rétti tíminn til að ganga til liðs við Icelandic Group. Sameinaður styrkur fyrirtækjanna færir okkur margvísleg tækifæri. Aðgangur að mannauði og þekkingu Icelandic Group hjálpar okkur að ná settu marki hraðar en ella. Við munum njóta stuðnings Icelandic Group við að þróa framtíðarsýn okkar sem sjálfstætt fyrirtæki undir merkjum Gadus með einstakri nálgun okkar á gæði og þjónustu." Herdís Fjeldsted, stjórnarformaður Icelandic Group, segir kaupin vera spennandi. „Það eru spennandi tímar framundan í sjávarútvegi við framleiðslu og markaðssetningu á sjávarafurðum. Með kaupunum á Gadus opnast nýtt markaðssvæði fyrir Icelandic Group og sjáum við mikil framtíðar tækifæri í að útvíkka starfsemi félagsins enn frekar og tengjast mörkuðum í helstu nágrannalöndum Belgíu. Þetta eru markaðir þar sem rík hefð er fyrir neyslu á hágæða sjávarfangi. Við munum byggja áfram á þeirri frábæru þjónustu sem Gadus er þekkt fyrir og vinna náið með viðskiptavinum og starfsfólki félagsins þannig að Gadus geti aukið enn frekar við sölu og þjónustu á sjávarafurðum."
Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira