Mörg er matarholan Þórólfur Matthíasson skrifar 5. október 2012 00:30 Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórólfur Matthíasson Mest lesið Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fréttir af því að íslenska ríkið hefði tapað máli sem var höfðað vegna ákvörðunar Jóns Bjarnasonar, þáverandi landbúnaðarráðherra, frá árinu 2009. Með alþjóðasamningum er Ísland skuldbundið til að heimila innflutning örfárra tonna af nánar tilteknum flokkum landbúnaðarvara ár hver. Jón ákvað að hækka ofurtolla sem þegar voru lagðir á þennan innflutning. Tollar takmarka innflutning og hækka það verð sem innlendir framleiðendur geta selt afurðir sínar á. Ofurtollar og ofurofurtollar stoppa innflutning og gefa innlendum framleiðendum frjálsar hendur um verðlagningu afurða sinna. Héraðsdómur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að Jón hafi gengið of langt í stuðningi við innlenda framleiðendur. En hvert er umfang þessa stuðnings? Alþjóða efnahagsmálastofnunin (OECD) tekur árlega saman upplýsingar um beinan og óbeinan stuðning við landbúnað í aðildarlöndum sínum. Nýjustu upplýsingar stofnunarinnar ná til ársins 2011. Í töflu 1 er sýnt hversu verðmæt innflutningsverndin var íslenskum framleiðendum mjólkur, svínakjöts, kjúklinga og eggja á því ári. Taflan sýnir einnig heildarsölutekjur bænda vegna verslunar með þessar afurðir árið 2011. Tafla 1 ber með sér að neytendur hafi greitt mjólkurframleiðendum sem svarar tæpum 2 milljörðum króna meira fyrir mjólkurafurðir en þeir hefðu greitt hefði innflutningur verið hindrunarlaus. Sömuleiðis að 30% af tekjum svínabænda séu til komin vegna innflutningshindrana. Alifuglabændur njóta síðan mesta hagræðisins af innflutningstakmörkunum, milli 6 og 7 af hverjum 10 krónum sem þeir fá fyrir afurðir sínar eru tilkomnar fyrir tilstilli löggjafans. Margir stjórnmálamenn rökstyðja stuðning við innflutningstakmarkanir á landbúnaðarafurðum með vísan til byggðasjónarmiða og atvinnusjónarmiða. Það er því fróðlegt að skoða hversu miklum fjármunum er í raun varið á hvert ársverk í þessum greinum. Í nafni sanngirni verður að nefna að OECD telur beingreiðslur til mjólkurframleiðslunnar nema tæpum 5 milljörðum á árinu 2011, þannig að heildarstuðningur neytenda og skattgreiðenda á hvert ársverk í mjólkurframleiðslu er nær 3,5 milljónum króna. Þessar tölur vekja ýmsar spurningar. Framleiðsla kjúklinga, eggja og svínakjöts er lítil sem engin í þeim byggðum sem höllustum fæti standa. Þeir 3 milljarðar króna sem fluttir eru frá neytendum til eigenda svína- og kjúklingabúa skipta því litlu máli sem byggðastyrkur. Þeir skipta líka nánast engu máli í atvinnulegu tilliti. Starfsmenn sem koma að þessari framleiðslu ná því ekki að vera 200. En hvað sem um þessar tilfærslur má segja eru þær fyrst og fremst allt of miklar.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun