Ísbirnir geta ofhitnað séu þeir eltir uppi Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júlí 2012 23:30 Ísbjörninn sem drepinn var á Hornströndum í fyrra. Myndin var tekin úr þyrlu Landhelgisgæslunnar áður en hann var skotinn. Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. Sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneyti Grænland setti reglurnar í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks var kennt um hvernig fór. Menn flykktust að til að sjá dýrið, sem þar hafði haldið sig um skeið, en settu sig um leið í hættu. Samkvæmt grænlensku reglunum er mönnum bannað að fæða birni. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Í grænlensku umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun. Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. 8. júní 2012 11:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Grænlensk stjórnvöld banna mönnum að elta uppi hvítabirni. Þetta kemur fram í reglum sem kynntar voru í síðasta mánuði til að koma í veg fyrir að ísbirnir væru skotnir að óþörfu. Sérstaklega var varað við að birnir væru hraktir á brott á miklum hraða á vélknúnum tækjum þar sem þeir gætu hæglega ofhitnað og drepist. Sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneyti Grænland setti reglurnar í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk. Veiðieftirlitsmenn töldu sig neydda til að drepa björninn í sumarbústaðahverfi skammt frá höfuðstaðnum en forvitni fólks var kennt um hvernig fór. Menn flykktust að til að sjá dýrið, sem þar hafði haldið sig um skeið, en settu sig um leið í hættu. Samkvæmt grænlensku reglunum er mönnum bannað að fæða birni. Ráðuneytið segir að öll kynni ísbjarna af mönnum, þar sem ekki sé beinlínis verið að veiða þá, venji ísbirni á að vera nálægt fólki og byggðum svæðum. Menn verði að hafa í huga að hvítabirnir séu rándýr og það geti verið lífshættulegt að vera nálægt þeim, þar sem þeir geti verið óútreiknanlegir. Í grænlensku umgengnisreglunum segir að besta leiðin til að forðast árás ísbjarna sé að halda sig í góðri fjarlægð. Verði menn varir við ísbjörn beri mönnum að yfirgefa svæðið. Hverjum þeim sem ekki hafi gilt leyfi til að veiða ísbjörn beri skylda til að yfirgefa svæðið strax og upplýsa lögreglu eða veiðieftirlitsmann um veru ísbjarnar. Í slíkum tilvikum beri mönnum að hlýta fyrirmælum veiðieftirlitsmanns. Það sé til að tryggja að ísbjörninn geti haldið áfram för sinni án þess að vera truflaður að óþörfu eða hugsanlega skotinn. Í tilfellum þar sem ísbjörn nálgist byggð svæði skuli reynt að hræða hann í burtu með riffilskoti, merkjabyssu eða þvíumlíku. Málmhljóð, eins og með því að slá saman pottlokum, megi einnig nota til að hræða ísbjörn burt. Lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður eigi að standa að því að hrekja ísbjörn burt. Smábátar, vélsleðar og fjórhjól geti nýst til að koma honum á flótta. Það skuli þó gerast hægt og rólega, og aðeins á fárra kílómetra hraða. Ísbirnir ofhitni fljótt, sem geti leitt til dauða þeirra. Í reglunum segir að aflífun ísbjarna sé undir öllum kringumstæðum síðasta úrræði. Ráðuneytið skuli meta, eftir því sem aðstæður leyfa, hvort slíkt sé nauðsynlegt. Það sé meginregla að lögregla, bæjarfógeti eða veiðieftirlitsmaður standi að aflífun.
Tengdar fréttir Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15 Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. 8. júní 2012 11:15 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Segir hvítabirni friðaða og lögbrot að drepa þá Ævar Petersen dýrafræðingur segir hvítabirni friðaða og telur það lögbrot að skjóta alla birni sem koma til Íslands. Þetta kom fram í viðtali í fréttum Stöðvar 2 í fyrravor en þar sagði Ævar að Ísland væri hluti af eðlilegu lífsmunstri hvítabjarna. Það væri því röng stefna að drepa þá. 4. júlí 2012 22:15
Grænlendingum ráðlagt að nota pottlok gegn hvítabjörnum Grænlensk stjórnvöld freista þess nú með öllum ráðum að koma í veg fyrir að ísbirnir séu skotnir að óþörfu. Umgengnisreglur hafa verið settar sem banna mönnum að fæða ísbirni og íbúar eru eindregið varaðir við því að elta þá uppi. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sjávarútvegs-, veiði- og landbúnaðarráðuneytis Grænlands í tilefni af því að hvítabjörn var skotinn við Nuuk síðastliðinn sunnudag. 8. júní 2012 11:15