Innlent

Jón Gnarr: Til háborinnar skammar að brenna Oslóartréð

Mótmæli á Austurvelli.
Mótmæli á Austurvelli.
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, segir að það hafi verið til háborinnar skammar þegar mótmælendur í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009, brenndu Oslóartréð.

Í viðtali í hádegisfréttum RÚV er rætt við Jón þegar hann var að fella Oslóartréð í skógi nærri borginni í Noregi.

Borgarstjóri sagði komu sína til athafnarinnar táknræna, að þetta er ekki eitthvað sem Reykvíkingar taka sem sjálfsögðum hlut að fá gefins fallegt jólatré um hver jól, heldur væru borgarbúar þakklátir fyrir það og það vildi hann sýna í verki.

Tréð verður nú flutt með skipi til Reykjavíkur og ljós tendruð á því fyrsta sunnudag í Aðventu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×