Stuðningsgrein: Við veljum Katrínu Júlíusdóttur 7. nóvember 2012 06:00 Þegar stofnun Samfylkingarinnar varð að veruleika árið 2000 rættist draumur okkar jafnaðarmanna. Fram á sjónarsviðið var kominn flokkur sem sameinaði ekki aðeins jafnaðarmenn heldur einnig hugsjónir okkar um jöfn tækifæri óháð kyni eða efnahag, réttlæti og frelsi. Undir þessum gildum fylktum við liði í breiðfylkingu. Innan Samfylkingarinnar á að því að vera svigrúm fyrir ólík sjónarmið og að tekist sé á um stefnuna og leiðir á málefnalegan hátt. Forystumenn hennar þurfa því að leiða alla jafnaðarmenn saman. Strax á upphafsárum flokksins steig fram á sjónarsviðið ung kona sem átti eftir að láta að sér kveða á næstu árum og síðar veljast til forystu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrín Júlíusdóttir hefur vaxið með þeim verkefnum og því trausti sem flokkurinn hefur sýnt henni. Frá því að vera kjörin sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2000 og sem kjörin þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003. Við fögnum þeirri ákvörðun hennar um að óska eftir að leiða flokkinn í kjördæminu. Forystusveit Samfylkingarinnar á að ástunda fagleg stjórnmál, vera samstarfsfús og sáttamiðuð, það er styrkur Katrínar Júlíusdóttur. Katrín er kraftmikill stjórnmálamaður og nær árangri. Sem iðnaðarráðherra var hún brautryðjandi í stefnumótun um orkumál, orkuskipti í samgöngum og erlendar fjárfestingar á Íslandi. Hún hratt úr vör verkefnununum Inspired by Iceland og Ísland allt árið og tryggði framgang Rammaáætlunar. Þá leysti hún farsællega úr margra ára deilu um lykilhagsmuni þjóðarinnar með breytingu á Vatnalögunum. Nýverið var Katrín kölluð til í eitt mest krefjandi embætti ríkisstjórnarinnar sem er fjármála- og efnahagsráðuneyti. Sú skipan sýnir ótvírætt það traust sem forysta flokksins og flokksmenn bera til Katrínar. Við, öll fv. bæjarfulltrúar í Hafnarfirði, sem verið höfum lengi í framvarðarsveit jafnaðarmanna, höfum stutt Katrínu sem fulltrúa okkar í Suðvesturkjördæmi og fögnum því að hún stigi nú skrefið til fulls og sækist eftir að leiða Samfylkinguna í kjördæminu. Með Katrínu í forystusæti er tryggt að Samfylking verður áfram breiðfylking sátta- og samvinnu, breiðfylking jafnaðarmanna. Gunnar Svavarsson fv. alþingismaður og bæjarfulltrúi Ellý Erlingsdóttir f.v. bæjarfulltrúi Hafrún Dóra Júlíusdóttir fv. bæjarfulltrúi Ingvar Viktorsson f.v. bæjarstjóri Jóna Dóra Karlsdóttir fv. bæjarfulltrúi Tryggvi Harðarson fv. bæjarfulltrúi og varaþingmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Þegar stofnun Samfylkingarinnar varð að veruleika árið 2000 rættist draumur okkar jafnaðarmanna. Fram á sjónarsviðið var kominn flokkur sem sameinaði ekki aðeins jafnaðarmenn heldur einnig hugsjónir okkar um jöfn tækifæri óháð kyni eða efnahag, réttlæti og frelsi. Undir þessum gildum fylktum við liði í breiðfylkingu. Innan Samfylkingarinnar á að því að vera svigrúm fyrir ólík sjónarmið og að tekist sé á um stefnuna og leiðir á málefnalegan hátt. Forystumenn hennar þurfa því að leiða alla jafnaðarmenn saman. Strax á upphafsárum flokksins steig fram á sjónarsviðið ung kona sem átti eftir að láta að sér kveða á næstu árum og síðar veljast til forystu í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Katrín Júlíusdóttir hefur vaxið með þeim verkefnum og því trausti sem flokkurinn hefur sýnt henni. Frá því að vera kjörin sem formaður Ungra jafnaðarmanna árið 2000 og sem kjörin þingmaður flokksins í Suðvesturkjördæmi frá árinu 2003. Við fögnum þeirri ákvörðun hennar um að óska eftir að leiða flokkinn í kjördæminu. Forystusveit Samfylkingarinnar á að ástunda fagleg stjórnmál, vera samstarfsfús og sáttamiðuð, það er styrkur Katrínar Júlíusdóttur. Katrín er kraftmikill stjórnmálamaður og nær árangri. Sem iðnaðarráðherra var hún brautryðjandi í stefnumótun um orkumál, orkuskipti í samgöngum og erlendar fjárfestingar á Íslandi. Hún hratt úr vör verkefnununum Inspired by Iceland og Ísland allt árið og tryggði framgang Rammaáætlunar. Þá leysti hún farsællega úr margra ára deilu um lykilhagsmuni þjóðarinnar með breytingu á Vatnalögunum. Nýverið var Katrín kölluð til í eitt mest krefjandi embætti ríkisstjórnarinnar sem er fjármála- og efnahagsráðuneyti. Sú skipan sýnir ótvírætt það traust sem forysta flokksins og flokksmenn bera til Katrínar. Við, öll fv. bæjarfulltrúar í Hafnarfirði, sem verið höfum lengi í framvarðarsveit jafnaðarmanna, höfum stutt Katrínu sem fulltrúa okkar í Suðvesturkjördæmi og fögnum því að hún stigi nú skrefið til fulls og sækist eftir að leiða Samfylkinguna í kjördæminu. Með Katrínu í forystusæti er tryggt að Samfylking verður áfram breiðfylking sátta- og samvinnu, breiðfylking jafnaðarmanna. Gunnar Svavarsson fv. alþingismaður og bæjarfulltrúi Ellý Erlingsdóttir f.v. bæjarfulltrúi Hafrún Dóra Júlíusdóttir fv. bæjarfulltrúi Ingvar Viktorsson f.v. bæjarstjóri Jóna Dóra Karlsdóttir fv. bæjarfulltrúi Tryggvi Harðarson fv. bæjarfulltrúi og varaþingmaður
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar