Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar 26. nóvember 2024 16:20 Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavíkurkjördæmi norður Heilbrigðismál Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnar, t.d. með einfaldari kerfum og nýjum tæknilausnum. Þar skiptir sköpum að þjónustan sé veitt tímanlega, að ekki skapist biðlistar með tilheyrandi kostnaði fyrir samfélagið og einstaklinginn og að þjónustan sé aðgengileg öllum, óháð efnahag. Það er ekki síður mikilvægt að huga að því hvað gerist áður en við þiggjum þjónustuna, hvaða forvarnir er verið að vinna markvisst að til að koma í veg fyrir langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Lýðheilsa með mælanlegum árangri Öldrun þjóðarinnar er staðreynd. Á dögunum birti KPMG Ísland greiningu á öldrun út frá ríkisfjármálum og mönnun. Þess er vænst að viðhorf til öldrunar breytist og að litið verði á eldra fólk sem virði en ekki byrði. Öldrun þjóðarinnar endurspeglar miklar breytingar í samfélaginu en við horfum fram á lengri líftíma nú en þau sem á undan okkur komu. Þessari stöðu fylgja líka breytt viðhorf varðandi heilbrigðismál, íþróttir sem forvarnir og vellíðan þjóðarinnar. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn sett fram viðmið um að við tökum þennan þátt fastari tökum. Það gerum við með því að setja inn fleiri mælanlegri þætti. Þætti sem styðja og efla einstaklinga til að huga að heilsu og vellíðan. Jafnframt verði verkefnum sem efla virkni og stuðla að meiri hreyfingu og heilsu- og geðrækt fjölgað. Allt í senn. Lýðheilsa sem skapar virði Lýðheilsuhugtakið er ákveðin heilsuvernd eða forvörn. Slíkt getur sparað þjóðarbúinu mikla peninga. En við þekkjum líka og tengjum sjálfsagt öll við það hvernig nágrannar okkar Norðmenn arka fjöll og ganga mikið. Slíkt er hluti af menningu Norðmanna og gott dæmi um hvernig heilsa og vellíðan verður hluti af menningu þjóðar. Hér verður ekki vísað í samanburðar rannsóknir á milli landa, heldur nefni ég þetta meira til að tengja við það hvernig við getum lagst á árarnar og gert heilsu og hreyfingu hluta af dagsdaglegu lífi okkar. Hreyfing sem heldur íbúum sem lengst sjálfstæðum í heimahúsum, áður en við þurfum að þiggja þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í þessari stöðu hlýtur að vera æskilegt að sem flestir sæki þjónustu í lágmarki vegna góðrar andlegrar og líkamlegrar heilsu. Til að styðja við og byrgja brunninn þarf að vinna með forvirkar aðgerðir, verkefni og áherslur í málaflokki heilbrigðis og öldrunarmála. Jafnvel breytta hugsun og vinna í átt að breyttri menningu og breyttum viðhorfum. Til að tryggja og virkja almenna þátttöku fólks í lýðheilsuaðgerðum þarf að breyta viðhorfum í samfélaginu. Lýðheilsa og sjálfstæði borgaranna Sjálfstæðisflokkur hefur heitið því að ráðast í lýðheilsuátak og ná mælanlegum árangri. Það þýðir að ráðast þarf í heilsueflandi hugsun, heilsueflandi menningu og innleiða verkefni og stefnur sem styðja við og auka heilsulæsi fólks og stjórnmálanna. Það er til að mynda mikill sparnaður fólgin í því að sífellt aldraðri þjóð sé gert kleift að búa við sjálfstæði í heimahúsi en ekki á sjúkrastofnun eða heimili fyrir eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði eldri borgara og stuðla að vellíðan okkar borganna er aldurinn færist yfir. Við viljum öflugt heilbrigðiskerfi og nýjar lausnir en jafnframt viljum við setja okkur fleiri mælanlega markmið í lýðheilsulegu tillit og með forvarnargildi og sparnað samfélags í huga. Það er ekki bara læknastéttarinnar og landlæknis að vinna að forvörnum þjóðarinnar heldur þarf að nýta nýjar leiðir, nýjar hugmyndir og nýjar nálganir í samfélaginu til að meðhöndla langvinna lífstílstengda sjúkdóma í þessum stærsta útgjaldalið ríkisins ár hvert. Styðjum Sjálfstæðisflokkinn á kjördag! Höfundur er viðskiptafræðingur og skipar 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun