iPhone 5 kemur í búðir í dag - Þjóðverji segir símann betri en kynlíf 21. september 2012 12:58 Þessi mynd var tekin fyrir utan Apple-búðina í Munchen í Þýskalandi í morgun. mynd/afp Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar. Tækni Mest lesið Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Nýjasti iPhone-síminn frá Apple kemur í verslanir í dag og mynduðust langar raðir við verslanir um allan heim þar sem aðdáendur símans börðust um að vera fyrstir til að fjárfesta í gripnum. Búist er við að Apple muni selja allt að tíu milljónir síma um helgina. Búist er við að síminn, iPhone 5, muni slá öll met fyrstu helgina sem hann er í sölu en nú þegar hafa milljónir síma verið seldir í gegnum heimasíðu Apple. Þá er jafnvel talið að salan um helgina muni gera símann að söluhæsta neytendaraftæki í sögunni og talið að allt að tíu milljónir síma muni renna út úr búðunum um helgina að því er Bloomberg fréttaveitan hefur eftir greinanda. Margir spenntir iPhone aðdáendur höfðu beðið í marga sólarhringa fyrir utan verslanir Apple í Tókíó, París og New York svo dæmi séu nefnd en almenn sala á símanum hefst í yfir tíu löndum um allan heim í dag. Um fimm hundruð manns biðu í röð fyrir utan verslun Apple í Sydney í Ástralíu og um þúsund manns í Frankfurt í Þýskalandi. Aðspurðir af hverju þeir bíða svona lengi í röð sagðist einn spenntur Apple aðdáandi í Þýskalandi að það væri ekkert svalara en að vera fyrstur til að kaupa símann, fara með hann heim og opna hann rólega, sú stund verði jafnvel betri en kynlíf. Um tveir þriðju af tekjum Apple eru vegna símans sem hefur tröllriðið heiminn undanfarin ár en Apple bindur vonir við að þessi fimmta útgáfa símans, sem er stærri, þynnri og kraftmeiri en fyrri útgáfur muni styðja við vöxt fyrirtækisins sem í dag er metið verðmætasta fyrirtæki í heimi en gengi hlutabréfanna er nú yfir sjö hundruð dollarar.
Tækni Mest lesið Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira