Vandaður virðingarvottur 21. september 2012 00:01 Hellisey VE 503 hvarf í hafið að kvöldi 11. mars 1984 og tók fjóra unga menn með sér. Nú hefur leikstjórinn Baltasar Kormákur kvikmyndað þessa stórbrotnu sögu og byggir hana á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar. Það er Ólafur Darri Ólafsson sem leikur Guðlaug og betri mann er vart hægt að hugsa sér í hlutverkinu. Þó það sé í sjálfu sér lítill svipur með honum og fyrirmyndinni þá eru þeir svipaðir í laginu og það bil sem eftir verður brúar Ólafur með óaðfinnanlegum leik. Þetta er sérstaklega gaman að sjá í ljósi þess hve sjaldan maður sér hann leika aðalhlutverk. Hann má endilega gera meira af því. Það er helst að manni finnist vanta upp á persónusköpun landkrabbanna, en nær helmingur myndarinnar gerist á þurru landi. Þetta er ekki algilt, en það er óneitanlega furðulegt að sjá Þorstein Bachmann, frábæran leikara með mikla nærveru, notaðan sem hálfgerðan statista. Tæknilegu atriðin eru til fyrirmyndar og samspil kuldalegrar myndatökunnar og ískrandi tónlistar Ben Frost og Daníels Bjarnasonar skapar nöturlegt andrúmsloftið sem til þarf. Fortíðarmyndefnið á 8mm filmunum er bæði alvöru og plat, kemur nokkuð vel út, en hefði þó verið áhrifaríkara í minna magni. Leikstjórn Baltasars er lágstemmd og laus við tilgerð. Hann nálgast viðfangsefnið af mikilli virðingu en dettur ekki í hug að ota vasaklútnum að áhorfendum sínum. Hann nær að kynna áhöfn skipsins ótrúlega vel á þeim stutta tíma sem hann hefur, en skipið sekkur undir lok fyrri hluta myndarinnar. Að því loknu heldur Ólafur einn á spöðunum og þá þarf leikstjórinn að standa sig, sem hann gerir með miklum sóma. Minning skipverjanna á Hellisey lifir og Djúpið er vel heppnaður virðingarvottur við þá. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ekki fullkomin, en skipar sér þó sess undir eins sem ein af bestu myndum Baltasars. Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Hellisey VE 503 hvarf í hafið að kvöldi 11. mars 1984 og tók fjóra unga menn með sér. Nú hefur leikstjórinn Baltasar Kormákur kvikmyndað þessa stórbrotnu sögu og byggir hana á samnefndu leikriti Jóns Atla Jónassonar. Það er Ólafur Darri Ólafsson sem leikur Guðlaug og betri mann er vart hægt að hugsa sér í hlutverkinu. Þó það sé í sjálfu sér lítill svipur með honum og fyrirmyndinni þá eru þeir svipaðir í laginu og það bil sem eftir verður brúar Ólafur með óaðfinnanlegum leik. Þetta er sérstaklega gaman að sjá í ljósi þess hve sjaldan maður sér hann leika aðalhlutverk. Hann má endilega gera meira af því. Það er helst að manni finnist vanta upp á persónusköpun landkrabbanna, en nær helmingur myndarinnar gerist á þurru landi. Þetta er ekki algilt, en það er óneitanlega furðulegt að sjá Þorstein Bachmann, frábæran leikara með mikla nærveru, notaðan sem hálfgerðan statista. Tæknilegu atriðin eru til fyrirmyndar og samspil kuldalegrar myndatökunnar og ískrandi tónlistar Ben Frost og Daníels Bjarnasonar skapar nöturlegt andrúmsloftið sem til þarf. Fortíðarmyndefnið á 8mm filmunum er bæði alvöru og plat, kemur nokkuð vel út, en hefði þó verið áhrifaríkara í minna magni. Leikstjórn Baltasars er lágstemmd og laus við tilgerð. Hann nálgast viðfangsefnið af mikilli virðingu en dettur ekki í hug að ota vasaklútnum að áhorfendum sínum. Hann nær að kynna áhöfn skipsins ótrúlega vel á þeim stutta tíma sem hann hefur, en skipið sekkur undir lok fyrri hluta myndarinnar. Að því loknu heldur Ólafur einn á spöðunum og þá þarf leikstjórinn að standa sig, sem hann gerir með miklum sóma. Minning skipverjanna á Hellisey lifir og Djúpið er vel heppnaður virðingarvottur við þá. Haukur Viðar Alfreðsson Niðurstaða: Ekki fullkomin, en skipar sér þó sess undir eins sem ein af bestu myndum Baltasars.
Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira