Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - FH 0-1 | Guðmann hetja FH Stefán Árni Pálsson á Grindavíkurvelli skrifar 22. júlí 2012 00:01 FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira
FH-ingar unnu sannkallaðan vinnusigur, 1-0, gegn Grindvíkingum í 12. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld en leikurinn fór fram suður með sjó. Það var Guðmann Þórisson sem skoraði eina mark leiksins eftir aðeins nokkra mínútna leik. Gestirnir frá Hafnafirði voru ekki lengi að skora fyrsta markið í Grindavík en Guðmann Þórisson, leikmaður FH, skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu frá Hólmari Erni Rúnarssyni. Grindvíkingar litu vægast sagt illa út í varnarvinnslu sinni í hornspyrnunni og menn voru einfaldlega ekki með hugann á réttum stað. Leikurinn var nokkuð rólegur það sem eftir lifði hálfleiksins og var því staðan 1-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var ekki uppá marga fiska og liðin voru bæði í vandræðum með að setja mark sitt á leikinn. Grindvíkingar reyndu hvað þeir gátu að jafna metin í lokin og pressuðu nokkuð stíft. Liðið náði aftur á móti ekki að skapa sér færi og því fór sem fór. Umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins þegar brotið var á Ólafi Erni Bjarnasyni, leikmanni Grindavíkur, á vítateigslínunni. Magnús Þórisson dæmi aukaspyrnu en leikmenn og áhorfendur Grindvíkinga vildu fá vítaspyrnu. FH-ingar því með mikilvægan sigur og eru komnir upp að hlið KR-inga með 24 stig í deildinni en Grindvíkingar eru sem fyrr í neðsta sætinu með sex stig. Heimir: Ánægður með stigin þrjú en ekki endilega spilamennskuna„Ég er bara virkilega ánægður með sigurinn þrátt fyrir að liðið hafi alveg spilað betur áður," sagði Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir leikinn. „Við duttum alltof langt niður þegar við komust yfir en Grindvíkingar eru með það skipulagt lið að menn verða að halda einbeitingu allan tímann." „Ég er bara virkilega ánægður með að hafa landað þessum þremur stigum, það er það mikilvægasta." „Liðið virkaði ekki þreytt þrátt fyrir álag og það gleður mig," sagði Heimir Guðjónsson, eftir leikinn. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Bjarki: Ég er í toppstandi og hef gríðarlega gaman af þessu„Það voru kannski ekki mikil gæði í þessum leik hjá okkur, menn voru kannski þreyttir eftir Evrópuleikinn," sagði hin síungi Bjarki Gunnlaugsson, eftir sigurinn í kvöld. „1-0 sigur er bara gott og það skilar okkur þremur stigum. Það kom smá titringur í sóknarleik okkar eftir að liðið komst yfir og við náðum ekki að setja annað markið." „Það eru komnir ár og dagar síðan ég spilaði svona marga leiki í röð. Ég á þetta samt inni þar sem ég hef nánast verið meiddur allan minn ferill." „Skrokkurinn er fínn og ég er tilbúinn í næsta leik á fimmtudaginn, síðan er annar á sunnudaginn næsta. Þetta er bara svo gaman og ég held bara áfram."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fleiri fréttir Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sjá meira