Innlent

Pussy Riot sekar um óeirðir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fólk safnaðist saman við rússneska sendiráðið í dag.
Fólk safnaðist saman við rússneska sendiráðið í dag.

Þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot hafa verið fundnir sekir um óeirðir þegar þeir stóðu fyrir svokallaðri pönkmessu í dómkirkju í Moskvu í febrúar síðastliðnum. Ekki kemur fram í máli dómarans hversu langan dóm þær þurfa að afplána, en þær hafa verið í fimm mánuði í gæsluvarðhaldi.



Dómsuppkvaðning hófst klukkan ellefu að íslenskum tíma. Dómarinn sagði meðal annars að með athæfi sínu hefðu stúlkurnar þrjár, sem skipa hljómsveitina, hafi brotið alvarlega gegn reglum samfélagsins. Stúlkurnar þrjár voru einnig ákærðar fyrir guðlast.



Í pönkmessunni sungu stúlkurnar mótmælasöngva og beindust þeir gegn rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og stuðningi hennar við framboð Vladimírs Pútín til forseta Rússlands.



Fjöldi fólks víða um heim hefur sýnt stelpunum stuðning. Þar á meðal eru söngkonurnar Madonna og Björk. Fjöldi fólks safnaðist saman fyrir utan rússneska sendiráðið á Íslandi í Garðastræti í morgun, en flestir þeirra eru núna farnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×