Lífið

Marta María opnar gleraugnaverslun í Mjódd

Marta María Jónasdóttir Smartlandsritstýra er komin í verslunarrekstur.
Marta María Jónasdóttir Smartlandsritstýra er komin í verslunarrekstur. mynd/einkasafn
Á morgun opnar Gleraugnabúðin í Mjódd sem er í eigu Mörtu Maríu Jónasdóttur ritstýru hjá Mbl. Þar fást vönduð merki eins og Silhouette, Michael Kors, Calvin Klein, Entia Barcelona og Fendi svo dæmi séu nefnd. Inni í gleraugnabúðinni verður sérstök fylgihlutaverslun.

Þegar Lífið heyrði í Mörtu Maríu sagði hún að opnun búðarinnar hefði legið í loftinu lengi. "Mig hefur dreymt um að nota gleraugu síðan í sex ára bekk. Bekkjarsystir mín mætti með svo falleg eplagleraugu í skólann og þegar ég var send í sjónmælingu stuttu síðar þóttist ég ekki sjá neitt í von um að fá sjálf gleraugu. Í framhaldi var ég send til augnlæknis og fór heim með skottið á milli lappanna, gleraugnalaus. Nú er ég svo heppin að vera komin á lesgleraugnaskeiðið og þá fannst mér ekki vera neitt annað í stöðunni en að opna búð. Og þar sem gleraugnabúðir eru oft dálítið óspennandi var ákveðin í að hafa fylgihlutaverslun inni í búðinni. Þar verða til sölu skartgripir og smart hulstur utan um síma og spjaldtölvur,“ segir Marta María.

Aðspurð hvort það fari saman að reka verslun og stýra Smartlandi segist hún vera með gott fólk í kringum sig. "Eiginmaður minn, Jóhannes Ingimundarson sjónfræðingur, mun sjá um daglegan rekstur verslunarinnar og svo réð ég Guðmundu Guðlaugsdóttur og Sigurjónu Ástvaldsdóttur til starfa í búðinni, en þær hafa samanlagt 40 ára starfsreynslu á gleraugnasviðinu. Ég er vön því að hafa mörg járn í eldinum og fæ tómleikatilfinningu ef ég er ekki störfum hlaðin.“

Búðin hennar Mörtu Maríu á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.