Enski boltinn

Aðgerð Vidic gekk vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Nemanja Vidic er búinn að gangast undir aðgerð á hné en hann sleit þrjú liðbönd í hné, þar á meðal krossband, í leik Manchester United gegn Basel fyrr í haust.

Meiðslin eru því sérstaklega alvarleg og er talið að hann verði frá í allt að eitt ár.

„Hann fór í aðgerðina á miðvikudaginn og hún gekk mjög vel," sagði Alex Ferguson, stjóri Manchester United, á blaðamannafundi í gær.

„Það var ekkert fjarlægt og allt lítur vel út. En þetta er krossbandið og því verður hann ekki tilbúinn fyrr en á næsta tímabili."

Alls eru nú tíu leikmenn United fjarverandi vegna meiðsla og hefur Ferguson sagt að hann hafi sjaldan séð það svartara.

Fabio Da Silva, Jonny Evans og Chris Smalling ættu þó allir að verða klárir í slaginn á næstu dögum og vikum. Endurhæfing Anderson gengur vel en búist er við honum í febrúar. Það er hins vegar eitthvað lengra í þá Michael Owen og Tom Cleverly.

„Það er mjög erfitt að geta ekki notað Cleverly. Mér finnst hann líklega besti miðjumaður í Englandi og sérstaklega hæfileikaríkur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×