Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: Fram - Breiðablik 3-2 Stefán Árni Pálsson á Laugardalsvelli skrifar 20. ágúst 2012 18:45 Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Framarar unnu í kvöld frábæran sigur, 3-2, gegn Breiðablik í 16. umferð Pepsi-deild karla en leikurinn fór fram á Laugardalsvellinum. Framarar lentu undir í síðari hálfleiknum en gáfust ekki upp og skoruðu tvö mörk sem tryggði þeim stigin þrjú. Leikurinn hófst með krafti og voru bæði lið nokkuð ákveðin. Framarar voru ívið sterkari og pressuðu oft á tíðum mikið í bakið á Blikum í upphafi fyrri hálfleiks. Heimamenn skoruðu fyrsta markið þegar Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, skoraði potaði boltanum yfir línuna eftir frábæra fyrirgjöf frá Kristni Ingi Halldórssyni. Blikar létu markið ekki slá sig útaf laginu og tóku völdin á vellinum eftir að heimamann höfðu komist yfir. Ögmundur Kristinsson, markvörður Fram, varði oft á tíðum meistaralega í fyrri hálfleiknum og magnað að Blikar hafi ekki náð að jafna metinn fyrr. Jöfnunarmarkið kom aftur á móti á 45. mínútu leiksins þegar Arnar Már Björgvinsson þrumaði boltanum í netið rétt fyrir utan vítateig, alveg óverjandi fyrir annars góðan markvörð Framara. Staðan var 1-1 í hálfleik en Garðar Örn Hinriksson, dómari leiksins, flautaði til leiksloka strax eftir mark Blika. Síðari hálfleikurinn var frábær skemmtun og liðin sóttu bæði stíft. Blikar tóku frumkvæðið og skoruðu þetta mikilvæga þriðja mark knattspyrnuleikja þegar Nichlas Rohde prjónaði sig í gegnum alla vörn Framara og hamraði boltann í netið. Framarar létu markið ekki setja sig útaf laginu og komu sterkir til baka með tveimur mörkum síðasta hálftímann og tryggðu sér ótrúlega mikilvægan sigur og þrjú mikilvæg stig. Fallbaráttan er því sem fyrr spennandi og Framara ekki dauður úr öllum æðum. Þorvaldur: Sýnum mikinn karakter í kvöld„Ég er aðallega ánægður með vinnusemina og karakterinn hjá strákunum," sagði Þorvaldur Örlygsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Við spiluðum á köflum mjög vel og leikmenn lögðu sig allir gríðarlega mikið fram." „Við þurftum að bæta okkar leik verulega eftir skelfinguna úr síðustu umferð og það hafðist í kvöld. Strákarnir sýndu mikinn karakter með því að koma til baka eftir að hafa lent undir í byrjun síðari hálfleiksins." „Við þurfum núna að ná í eins mikið af stigum og við getum og auðvitað verða önnur úrslit að spilast með okkur." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Ólafur: Höfðum ekki andlegan styrk í að klára þennan leik„Þessi leikur tapaðist uppí hausnum á okkur," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir ósigurinn í kvöld. „Við náum að jafna rétt undir lok fyrr hálfleiks og komumst síðan yfir í upphafi síðari. Þá hefði liðið átt að láta kné fylgja kviði en við höfðum einfaldlega ekki andlegan styrk í það." „Við fengum bara það útúr þessum leik sem við áttum skilið. Framarar voru grimmari og voru greinilega að keppa að meiru en við."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Ögmundur: Sigur og ekkert annað kom til greina„Þetta var mjög mikilvægur sigur fyrir okkur og þau þrjú stig sem við þurftum svo sannarlega," sagði Ögmundur Kristinsson, markmaður Fram, eftir leikinn í kvöld. „Við skitum rækilega í brækurnar í síðustu umferð og þurftum að sína okkar rétta andlit í kvöld." „Við vorum virkilega vel stefndir fyrir leikinn og létum Blikana aldrei slá okkur útaf laginu í kvöld." „Þessi sigur sýnir mikinn karakter og að liðið eigi ekki heima svona neðarlega í deildinni."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira